Strákagöng

Strákagöng Strákagöng eru næstelstu jarðgöng í íslenska vegakerfinu. Þau voru gerð í gegnum fjallið Stráka nyrst á Tröllaskaga og voru lengi vel eini

Strákagöng

Strákagöng.
Strákagöng.

Strákagöng eru næstelstu jarðgöng í íslenska vegakerfinu. Þau voru gerð í gegnum fjallið Stráka nyrst á Tröllaskaga og voru lengi vel eini akvegurinn til Siglufjarðar sem var fær allt árið. Þau voru opnuð 10. nóvember árið 1967 og eru 793 metrar að lengd. Þau eru 4,5 metrar á breidd og 5,5 metrar á hæð. Í þeim eru fjögur útskot þar sem bílar geta mæst.
Þegar göngin voru opnuð voru þau lengstu vegagöng á Íslandi og rufu þau áralanga einangrun Siglufjarðar á landi og var hann þar með kominn í varanlegt vegasamband við þjóðvegakerfi landsins. Mikill hátíðarbragur var í bænum í tilefni dagsins, fánar blöktu við hún, frí var gefið í skólum bæjarins og verslunum og skrifstofum var lokað meðan opnunarathöfnin fór fram. 


02.júlí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.