Fyrstu farfuglarnir komnir.

Fyrstu farfuglarnir komnir.   Tveir Tjaldar hvíldu sig á gömlum bryggjustaurum framan við Bátahúsið í morgun.

Fréttir

Fyrstu farfuglarnir komnir.

 

Tveir Tjaldar hvíldu sig á gömlum bryggjustaurum framan við Bátahúsið í morgun.

Þeir mæta árlega í lok mars þannig að þeir eru á réttum tíma til að boða okkur betri tíð með blóm í haga. Um áratugi hafa tjaldar verpt í firðinum, lengst af eitt par en á seinustu árum hefur þeim fjölgað aðeins og tóku margir eftir því að í fyrra verptu þeir nánast í miðjum bæ hér niðri á Eyrinni í grend við Rammafyrirtækið og komu upp ungum.

 

 

 


Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst