Stóri dagurinn

Stóri dagurinn Dagurinn 2. Október 2010 sem flest allir á Tröllaskaga og allir aðrir hugsandi menn hafa beðið eftir lengi, rann loksins upp í gær þegar

Fréttir

Stóri dagurinn

Á annað þúsund manns í Héðinsfirði
Á annað þúsund manns í Héðinsfirði
Dagurinn 2. Október 2010 sem flest allir á Tröllaskaga og allir aðrir hugsandi menn hafa beðið eftir lengi, rann loksins upp í gær þegar samgönguráðherra ásamt aðstoðarmönnum, fyrrverandi og núverandi vegamálastjóra og fyrrverandi samgönguráðherrum klipptu á borðann sem tákn um að Héðinsfjarðargöng væru nú formlega opinn allri umferð.

Ljósmyndari www.sksiglo.is  „lauk þar með“ myndatökum sínum sem hann hefur stundað síðustu fjögur árin rúmlega, varðandi Héðinsfjarðargöng, með þessari myndaseríu sem skoða má HÉR  og HÉRNA .

Dagskráin gekk nánast samkvæmt áætlun, trefillinn langi var lagður kvöldið áður og náði rúmlega frá gangnamunnanum Siglufjarðarmegin og vel inn í Ólafsfjörð eða um 15 kílómetrar. Frábært afrek.

Sjálf dagskráin hófst svo í Héðinsfirðinum með ávarpi  vegamálastjóra Hreins Halldórssonar.

Síðan tók Kór Fjallabyggðar lagið unir stjórn Elíasar Þorvaldssonar og Ave Köru Tonisson.

Þá kom á sviðið „Gjörningur í Héðinsfirði“ 

Síðan var smá bænastund til blessunar göngunum, og af því loknu klippti samgönguráðherra ásamt aðstoðarmönnum  á borðann sem tákn um formlega opnun vegarins og Héðinsfjarðarganga til almennrar umferðar.
Sú athöfn fór fram með vel heppnuðum tilþrifum við fögnuð viðstaddra.

Eftir það voru flutt nokkur ávörp ofl.

Síðan var haldið til Ólafsfjarðar í Íþróttahús staðarins en þar biðu kræsingar á borðum.

Ekki lögðu þó allir í þá athöfn, þar sem öll sæti voru full skipuð þegar gestina sem verið höfðu í Héðinsfirði barað garði, en hvað um það húsið var bara of lítið, og ekki til stærra í Fjallabyggð.
Vel mun þó hafa tekist til, en ljósmyndarinn brá sér í staðinn í skoðunarferð um bæinn sinn Ólafsfjörð, sem nú endanlega hafði sameinast heimabæ hans Siglufirði undir nafninu Fjallabyggð.
Takk fyrir daginn, allir sem að komu.   

Að mati lögreglu sem var í Héðinsfirð, mun fjöldi gesta hafa verið á annað þúsund, en margir frá hinum ýmsu stöðum landsins mættu í tilefni dagsins til Héðinsfjarðar og til að keyra í gegn um Héðinsfjarðargöng., margir í "báðar áttir"




Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst