Af tjaldsvæðisgestum og mengun

Af tjaldsvæðisgestum og mengun Á visir.is birtist frétt í morgun um tillögur undirritaðra um landnýtingu á uppfyllingu við innri höfnina á Siglufirði, þar

Fréttir

Af tjaldsvæðisgestum og mengun

Mynd / Edwin Roald
Mynd / Edwin Roald

Á visir.is birtist frétt í morgun um tillögur undirritaðra um landnýtingu á uppfyllingu við innri höfnina á Siglufirði, þar sem hugsanleg mengun vegna sorpurðunar fyrri ára er gerð að aðalatriði í fyrirsögn í stað þeirrar framtíðarsýnar um framfarir, hreinsun á skemmdu landi og tækifæra í ferðaþjónustu sem liggja að baki hugmyndunum.

 

Vegna þessa vilja undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri. Á fundi Fjallabyggðar og Rauðku var okkur falið að vinna drög að tillögum um landnýtingu á umræddri uppfyllingu með áherslu á útivist og friðland fugla. Í skýrslunni er mælt með að gengið verði úr skugga um að hugsanleg mengun hafi ekki áhrif á notagildi svæðisins m.t.t. þessara hugmynda. Eftir að skýrsla okkar hafði verið kynnt yfirvöldum var ákveðið að fela heilbrigðisyfirvöldum að framkvæma úttekt á svæðinu áður en meira yrði aðhafst. Við lítum svo á að þetta sé til marks um þá faglegu nálgun sem við hvetjum til að höfð verði að leiðarljósi við frekari mótun þessa verkefnis, ef af verður.

 

Edwin Roald, verkefnisstjóri f.h. Rauðku

Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar hjá Fjallabyggð

 

Mynd við frétt er tekin frá tanganum svokallaða, uppfyllingunni við innri höfnina. Þar er blómlegt æðarvarp sem ráðgert er að vernda

Mynd / Edwin Roald.


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst