Álftirnar eru komnar aftur heim til Sigló
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 21.03.2009 | 12:55 | | Lestrar 298 | Athugasemdir ( )
Álftaparið sem verpti í Langeyrarhólman í fyrra og kom upp fjórum ungum eru sennilega komin til baka aftur ásamt einni álft til viðbótar. Alls komu fljúgandi í morgun 7 álftir sem lentu tignarlega á sjónum yfir Leirunum á Siglufirði.
Tveir þeirra, að líkindum þeir elstu fóru afsíðis en hinir 5 héldu hópinn.
Myndirnar hér sýna hina velkomnu gesti í morgun, en koma álfta til Siglufjarðar er talsvert fyrr en venja er, og boðar vonandi gott vor og sumar.
Tveir þeirra, að líkindum þeir elstu fóru afsíðis en hinir 5 héldu hópinn.
Myndirnar hér sýna hina velkomnu gesti í morgun, en koma álfta til Siglufjarðar er talsvert fyrr en venja er, og boðar vonandi gott vor og sumar.
Athugasemdir