Dúdda er 90 ára í dag
sksiglo.is | Okkar fólk | 07.05.2010 | 07:00 | Robert | Lestrar 715 | Athugasemdir ( )
Margir eldri Siglfirðingar muna eftir Dúddu. Dúdda, sem raunar heitir Þórunn Guðmundsdóttir, fæddist í Önundarfirði 7. maí 1920.
Dúdda flutti til Siglufjarðar árið 1944 og bjó á Siglufirði þangað til hún fluttist til Húsavíkur árið 2004, en þar býr hún nú á dvalarheimilinu Hvammi. Dúdda giftist Einar M Albertssyni og eignuðust þau tvö börn, Albert Guðmund og Sigríði Þórdísi. Dúdda og Einar hófu búskap, fyrst í síldarbrakka og svo á Hlíðarvegi 44, en fluttu svo árið 1948 í nýbyggðan verkamannabústaðinn á Hvanneyrarbraut 62. Lengst af bjuggu þau á Hólavegi 15. Dúdda var verkakona og vann við ýmis störf, svo sem í mötuneyti, við síldarsöltun, ræstingar í Barnaskólanum, en lengst vann hún í þvottahúsi Sjúkrahúss Siglufjarðar. Dúdda var virk í félagsmálum á Siglufirði, bæði verkalýðsmálum og öðrum félagsmálum. Fegrun umhverfisins með blóma- og skógrækt var þeim hjónum mikið áhugamál. Ennþá er Dúdda að. Það dettur varla úr sá dagur að hún vinni ekki við hannyrðir og hún fylgist vel með bátum Norðursiglingar fara og koma með ferðafólk í hvalaskoðun.
Dúdda og Einar Alberts (yngri)
Dúdda flutti til Siglufjarðar árið 1944 og bjó á Siglufirði þangað til hún fluttist til Húsavíkur árið 2004, en þar býr hún nú á dvalarheimilinu Hvammi. Dúdda giftist Einar M Albertssyni og eignuðust þau tvö börn, Albert Guðmund og Sigríði Þórdísi. Dúdda og Einar hófu búskap, fyrst í síldarbrakka og svo á Hlíðarvegi 44, en fluttu svo árið 1948 í nýbyggðan verkamannabústaðinn á Hvanneyrarbraut 62. Lengst af bjuggu þau á Hólavegi 15. Dúdda var verkakona og vann við ýmis störf, svo sem í mötuneyti, við síldarsöltun, ræstingar í Barnaskólanum, en lengst vann hún í þvottahúsi Sjúkrahúss Siglufjarðar. Dúdda var virk í félagsmálum á Siglufirði, bæði verkalýðsmálum og öðrum félagsmálum. Fegrun umhverfisins með blóma- og skógrækt var þeim hjónum mikið áhugamál. Ennþá er Dúdda að. Það dettur varla úr sá dagur að hún vinni ekki við hannyrðir og hún fylgist vel með bátum Norðursiglingar fara og koma með ferðafólk í hvalaskoðun.
Dúdda og Einar Alberts (yngri)
Athugasemdir