Eigendaskipti á Berg ehf

Eigendaskipti á Berg ehf Í gær fimmtudaginn 22. janúar 2009 var formlega gengið frá kaupum á fyrirtækinu Berg ehf, við Norðurgötu 16, Siglufirði.

Fréttir

Eigendaskipti á Berg ehf

Í gær fimmtudaginn 22. janúar 2009 var formlega gengið frá kaupum á fyrirtækinu Berg ehf, við Norðurgötu 16, Siglufirði.

En starfsemi fyrirtækisins hefur aðalega verið í byggingariðnaði og skyldum verkefnum.
 
Kaupendur eru fyrrum starfsmenn Berg ehf, 6 talsins..
Einn af kaupendunum, Þórarinn Vilbergsson stofnaði Byggingafélagið Berg á sínum tíma.
Þórarinn byrjaði árið 1948 með eigin starfsemi og einn af fyrstu lærlingum hans var engin annar en Birgir Guðlaugsson.  Svo um 1960 byrja þeir félagar að vinna saman og í 1966 stofna þeir fyrirtækið, byggingafélagið Berg. 

Í 1998 eignast Birgir Guðlaugsson félagið og rekur það til ársins 2007, þar til hann fellur frá.
Kona hans Erla tekur við stjórninni og starfsmenn Berg  tóku að sér daglegan rekstur með yfirstjórn Gunnars Ólafssonar.

Í dag, ungur sem lamb eða 90 ára að aldri, er Þórarinn aftur orðinn eigandi Byggingafélagsins Berg sem ber sama heitið og þá. Geri aðrir betur!

Svo til gamans má geta þess að meðalstarfsaldur Bergara er um 35 ár.

Á myndinni sem hér fylgir og var tekin við lok undirskriftanna eru hinir nýju eigendur, sem jafnframt eru allir hinir svokölluðu "Bergarar," seljandinn Erla Svanbergsdóttir, og "arkitekt og hugsuður" félagsins, talið frá vinstri:

1. Sverrir Jónsson (eigandi)
2. Þórarinn Vilbergsson (eigandi)
3. Erla Svanbergsdóttir (seljandi)
4. Þorsteinn Jóhannsson  (eigandi)
5. Skúli Jónsson  (eigandi)
6. Gunnar Sr. Ólafsson  (verkfræðingur, arkitekt og hugsuður)
7. Hallgrímur Vilhelmsson (eigandi)
8. Björn Jónsson (eigandi)

Heiti félagsins er:
Byggingafélagið Berg ehf, kt. 550109-0770
Norðurgötu 16
580 Siglufjörður

Sími 467 1655 / e-mail: bergsiglo@simnet.is


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst