Gengið í hús í febrúar

Gengið í hús í febrúar Nemendur úr 5. bekk Grunnskóla Siglufjarðar munu nú í febrúar ganga í hús í bænum með merkta söfnunarbauka.

Fréttir

Gengið í hús í febrúar

Grunnskólakrakkar á Siglufirði
Grunnskólakrakkar á Siglufirði
Nemendur úr 5. bekk Grunnskóla Siglufjarðar munu nú í febrúar ganga í hús í bænum með merkta söfnunarbauka.

Að þessu sinni er verið að safna fyrir rekstri skóla sem ABC hjálparstarf starfrækir víða um heim.
Siglfirsk skólabörn hafa nú tekið þátt í að safna peningum til að byggja skóla fyrir bágstödd börn frá upphafi stofnunar íslensku ABC samtakanna.
 
Að þessu sinni er  þörfin mest á peningum fyrir skólamáltíðum. 
Vegna þess að:
  • Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað mjög mikið.
  • Tekjur ABC eru í íslenskum krónum en  kaupa þarf dollara til að senda út og reka skólana og nú höfum við ekki nóg til að kaupa mat fyrir börnin.
Við þurfum á ykkur að halda til þess að hjálpa okkur að safna fyrir mat fyrir skólabörn.
 
Bæjarbúar eru beðnir að taka vel á móti börnunum og láta eitthvað af hendi rakna ef þeir eru aflögufærir.

Á myndinni eru krakkarnir sem fara munu í hús og þau eru, talið frá vinstri:
Aftari röð: Rakel Rut, Díana, Sölvi, Kristinn Freyr, Stefán Haukur, Kristinn Tómas, Arnór, Anton Freyr.
Sitjandi fyrir framan:  Elva Ýr, Jódís Ósk, Edda Rún, Salka, María Lillý

Á myndina vantar Vöku, Viktor, Þóreyju Völu og Sverri Sævar.


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst