Kótelettukvöld Kjarna-KF

Kótelettukvöld Kjarna-KF Á laugardagskvöldið síðasta var haldið Kótelettukvöld Kjarna. Þar var margt um manninn og ég held bara hreinlega að það hafi

Fréttir

Kótelettukvöld Kjarna-KF

Á laugardagskvöldið síðasta var haldið Kótelettukvöld Kjarna. 

 
Þar var margt um manninn og ég held bara hreinlega að það hafi verið hátt í 70 manns á svæðinu.
 
Ég var orðinn svo snarspentur að ég mætti á svæðið klukkan hálf sex en herlegheitin áttu ekki að byrja fyrr en klukkan hálf sjö. Ég kom auðvitað að lokuðum dyrum og þurfti að bíða alveg hreint draug-fúll þangað til klukkan sex en þá komu Ægir Bergs, Finni Hauks og Biggi Ingimars sem voru jafnframt Kótelettu-kokkar kvöldsins frá því að horfa á einhvern fótboltaleik sem var sýndur í sjónvarpinu beint frá Bretlandi. Að hugsa sér! Menn með allar þessar Kótelettur inni í Kiwanishúsinu og þeir fara að horfa á fótboltaleik??? Jæja, en þeir komu allavega og þá tók ég svo sannarlega gleði mína á ný þega þeir sýndu mér Kóteletturnar í hundraða tali inn í eldhúsi. Ég fékk eina Lettu í forgjöf frá Finna Hauks þegar hann sá hungursvipinn á mér, sem var alveg ljómandi því ég var hreinlega að drepast úr hungri. Mér fanns ég bara hreinlega allur vera að horast niður. 
 
Svo fóru nú Kótelettu-áhugamenn að týnast inn og spenningurinn var algjör. Ég ímyndaði mér að þetta væri svipuð stemmning og væri líklega ef cirka 70 stúlkum væri smalað saman í lítið herbergi og væru að bíða eftir því að ilmkerti færu á útsölu í Ikea. Ég held reyndar að það hafi ekki verið ein stúlka í Kótelettuhópnum, ekki einu sinni Anna Hermína sem hefur kvartað duglega yfir því að konum sé meinaður aðgangur í "Hinu Glænýja Kótelettufélagi Siglufjarðar". 
 
En menn nöguðu tommu þykkar Kóteletturnar eins og þeim væri borgað fyrir það og menn brostu hringinn á meðan þeir kjömmsuðu á góðmetinu. Óli Biddýar átti að vera að sörvera á barnum en á örlitlum tímapunkti þarna var svokölluð sjálfsafgreiðsla því Óli datt í Lettur og það var ekki hægt að ná augnsambandi við hann í góðar 15 mínútur held ég. 
 
Svo þegar óhófsátinu var lokið var boðið upp á Royal búðing með rjóma sem var alveg hreint kærkomið og maður sá marga halla sér aftur með sælubros.
 
Eftir allt þetta át voru veitt einhverskonar tippverðalaun sem ég skildi ekkert í. Reyndar var mikið talað um fótbolta þarna og á tímapunkti fyrir matinn leið mér alls ekki ósvipað og því þegar ég fór með henni Ólöfu minn á Gríska veitingastaðinn í Barcelona hérna um árið. Ég skildi nákvæmlega ekki orð af því sem sagt var og þetta hljómaði allt einhvernveginn "a habla espania, sí-sí seníore" dæmi.
 
En Kjarni er stuðningsklúbbur KF og eru þeir drengir búnir að vera mjög duglegir að safna fyrir félagið. Eftir allt þetta át og tipp-verðlaunaafhendinguna afhentu félagar í Kjarna, Óskari Þórðarsyni sem mætti fyrir hönd KF 500 þúsund krónur til að styrkja félagið og stefnt er að því að geta gefið aftur 500 þúsun krónur á þessu ári.
 
Þegar líða tók á kvöldið tók Kokka-tríóið nokkur lög inn í eldhúsi sem var alveg hreint meiriháttar upplifun fyrir þessa 2 sem stóðu í eldhúsdyrunum og sungu annað slagið með.
 
En þetta kvöld var semsagt meirháttar og ég held að ég geti fullyrt það að menn bíði alveg hreint snarspenntir eftir næsta Kjarna-kvöldi.
 
kóteletturBiggi Ingimars að sýna mér muninn á kótelettu-lemjara sem er 12. grömm og svo 18. grömm. Í grömmunum liggur víst alveg gæfu munurinn.
 
kóteletturÞvílíkir hamrar.
 
kóteletturHér eru þeir Biggi og Finni með Akra smjörlíki sem er alveg nauðsynlegt.
 
kóteletturÓli Biddýjar var mjög spenntur yfir þessum kartöflum eins og sést á svipnum.
 
kóteletturGrétar Sveins þjónustaði barinn allt kvöldið.
 
kóteletturÆgir Bergs að undirbúa borðið fyrir Kóteletturnar.
 
kóteletturKartöflur.
 
kóteletturLaukfeiti er eiginlega orðin alveg lífsnauðsynleg með lettunum.
 
kóteletturKótelettturnar góðu.
 
kjarniOg hér bíð ég. Alveg að drepast úr hungri.
 
kóteletturHér sjást þeir Addi Óla, Hilmar Hreiðars og Árni Skarp leggja til atlögu að hlaðborðinu.
 
kóteletturHér eru þeir Kjarna-menn að afhenda Óskari peninga sem Kjarni er búin að safna fyrir KF.
 
kóteletturÉg var beðin alveg sérstaklega að setja þessa mynd með en þetta er Leeds borðið. Ég veit að hún er svolítið dimm en það voru Liverpool og Manchester menn sem báðu um að hafa þessa mynd frekar dökka.
 
Svo er alveg heill hellingur af myndum hér.

Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst