420 manns á Þorrablóti KKS á Siglufirði 2009.
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 15.02.2009 | 14:01 | | Lestrar 2353 | Athugasemdir ( )
Það var mikil stemming á íþróttahúsinu á Siglufirði í gærkveldi þar sem samankomin voru 420 manns yfir virkilega góðum þorramat, og góðum skemmtiatriðum. “Karlakórinn” tók að sjálfsögðu lagið við góðar undirtektir og margoft upp klappaður.
Það er þó vart hægt að kalla kórinn karlakór, þar sem meirihluti söngvaranna í kórnum eru konur, en treglega hefur gengið að fá karlpeninginn til að taka þátt í kórstarfinu, annað var þegar ekki gátu allir sem vildu komist í karlakórinn Vísir forðum daga.
Hvað sem því líður þá stóð kórinn sig vel að dómi áheyranda.
Svo var einnig um fleiri þætti skemmtiatriða, hugleiðingar Örlygs Kristfinnssonar um Siglufjörð og Siglfirðinga, sem eru allstaðar, meir að segja í "ríkisstjórn Bandaríkjanna” allt í gamni, en þó margt hreinar staðreyndir með einstöku ívafi.
Þá kom ekki síður hláturtaugunum til að starfa er þeir félagar, Jónas, Elvar og Ægir, ásamt nunnunni sem Steini fór með á ystu nöf samkvæmt mælikvarða siðgæðispostula.
Þá sló Kristján Hauks í gegn í gervi gamals karls og fleira mætti nefna.
Hellingur af myndum sem teknar voru um kvöldið eru HÉR
Ljósmyndir: Baldvin og Steingrímur
Það er þó vart hægt að kalla kórinn karlakór, þar sem meirihluti söngvaranna í kórnum eru konur, en treglega hefur gengið að fá karlpeninginn til að taka þátt í kórstarfinu, annað var þegar ekki gátu allir sem vildu komist í karlakórinn Vísir forðum daga.
Hvað sem því líður þá stóð kórinn sig vel að dómi áheyranda.
Svo var einnig um fleiri þætti skemmtiatriða, hugleiðingar Örlygs Kristfinnssonar um Siglufjörð og Siglfirðinga, sem eru allstaðar, meir að segja í "ríkisstjórn Bandaríkjanna” allt í gamni, en þó margt hreinar staðreyndir með einstöku ívafi.
Þá kom ekki síður hláturtaugunum til að starfa er þeir félagar, Jónas, Elvar og Ægir, ásamt nunnunni sem Steini fór með á ystu nöf samkvæmt mælikvarða siðgæðispostula.
Þá sló Kristján Hauks í gegn í gervi gamals karls og fleira mætti nefna.
Hellingur af myndum sem teknar voru um kvöldið eru HÉR
Ljósmyndir: Baldvin og Steingrímur
Athugasemdir