Breyttir tímar
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 10.01.2009 | 14:45 | | Lestrar 356 | Athugasemdir ( )
Meirihluta síðustu aldar var hvergi á landinu flutt út jafn mikið af lýsi, síldar og loðnulýsi og frá Siglufirði.
Allt lýsi frá síðustu loðnubræðslu sem framkvæmd var á Siglufirði er fyrir löngu horfið úr tönkum Síldarvinnslunnar.
En í morgun breyttist það, þó með öðrum hætti enn margir hefðu kosið, því nú var verið að dæla lýsi í tankana frá erlendu skipi sem kom með 1100 tonn af loðnulýsi frá Hornafirði til að lagera í tönkum Síldarvinnslunnar.
Þeir tveir starfsmenn Síldarvinnslunnar sem enn eru á launaskrá fyrirtækisins voru að vinna við dælinguna til lands.
Allt lýsi frá síðustu loðnubræðslu sem framkvæmd var á Siglufirði er fyrir löngu horfið úr tönkum Síldarvinnslunnar.
En í morgun breyttist það, þó með öðrum hætti enn margir hefðu kosið, því nú var verið að dæla lýsi í tankana frá erlendu skipi sem kom með 1100 tonn af loðnulýsi frá Hornafirði til að lagera í tönkum Síldarvinnslunnar.
Þeir tveir starfsmenn Síldarvinnslunnar sem enn eru á launaskrá fyrirtækisins voru að vinna við dælinguna til lands.
Athugasemdir