Ekki eru allir sammála !
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 11.11.2008 | 00:01 | | Lestrar 429 | Athugasemdir ( )
Í Áhaldahúsi Fjallabyggðar á Siglufirði er meðal annars unnið að umfangsmiklum viðgerðum og lagfæringum á aðal vinnutæki
sveitarfélagsins, stórri gröfu (payloader) sem á vetrum er notaður til að hreinsa snjó af götum Siglufjarðar.
Þetta tæki má heita ómissandi þegar mikið snjóar, en hefur að undanförnu ekki að öllu fullnægt kröfum Öryggiseftirlitsins, utan ýmislegt annað sem hefur þurft að bæta.
Nú fyrir nokkru var tekin ákvörðun í bæjarráði að kosta miklu til lagfæringar á tækinu sem nú stendur yfir.
Ekki telja þó allir það hafa verið hyggilegt að leggja hærri upphæð í viðhald á tækinu en fengist fyrir það á markaði í dag á þessu 12 ára gamla tæki.
Betra hefði verið að kaupa yngra tæki sem nú fást nánast á útsölu hjá söluaðilum, meðal annars á eins til tveggja ára gömlum vélum í fullkomnu ástandi á mjög góðu verði.
Meðfylgjandi mynd var tekin af þrem þeirra sem voru að vinna að viðgerðinni í Áhaldahúsinu á Siglufirði í gær
Talið frá vinstri: Hörður Hjálmarsson, Jón Ásgeir Ásgeirsson og Jósteinn Snorrason
Þetta tæki má heita ómissandi þegar mikið snjóar, en hefur að undanförnu ekki að öllu fullnægt kröfum Öryggiseftirlitsins, utan ýmislegt annað sem hefur þurft að bæta.
Nú fyrir nokkru var tekin ákvörðun í bæjarráði að kosta miklu til lagfæringar á tækinu sem nú stendur yfir.
Ekki telja þó allir það hafa verið hyggilegt að leggja hærri upphæð í viðhald á tækinu en fengist fyrir það á markaði í dag á þessu 12 ára gamla tæki.
Betra hefði verið að kaupa yngra tæki sem nú fást nánast á útsölu hjá söluaðilum, meðal annars á eins til tveggja ára gömlum vélum í fullkomnu ástandi á mjög góðu verði.
Meðfylgjandi mynd var tekin af þrem þeirra sem voru að vinna að viðgerðinni í Áhaldahúsinu á Siglufirði í gær
Talið frá vinstri: Hörður Hjálmarsson, Jón Ásgeir Ásgeirsson og Jósteinn Snorrason
Athugasemdir