Eldur, eldur

Eldur, eldur Sennilega fyrsta bóksalan sem brennur á Siglufirði. (árið 1909)

Fréttir

Eldur, eldur

Sennilega fyrsta bóksalan sem brennur á Siglufirði. (árið 1909)
Annað lesmál neðar.


Og sennilega hefur Bókaverslun Hannesar Jónassonar sem stóð við Aðalgötu 7 verið nr. 2 í þeim flokki !

En svo segir blaðið Siglfirðingur frá 27.janúar 1948:

>>> ÚR BÆNUM  (umræðudálkur / fréttir, í blaðinu Siglfirðingur)

Húsbruni.

Mánudaginn þann 19.  janúar sl. varð eldur laus í húsinu Aðalgötu 7,(1) hér í bæ. Húsið er  eign frú Önnu Vilhjálmsdóttur,  sem bjó þar ásamt syni sínum og  tveimur dótturbörnum. - Húsið  brann algjörlega.

Engu var bjargað af innbúi. Á neðri hæð hússins var bókaverslun Hannesar  Jónassonar, og geymsla fyrir  verslunin Sveinn Hjartarson. Þar  brann ekki mjög mikið, en  skemmdist allt af vatni og reyk.  Tjónið var mjög tilfinnanlegt.

Í sambandi við bruna þennan  finnst oss rétt, að minna á hversu  bíræfin bæjarstjórnin okkar er, að  leyfa sér að hafa öll hin verðmætu  og óbætanlegu skjöl bæjarins með  öllu óvarin fyrir eldi í hinu gamla  timburhúsi, "Hvíta húsinu." Þarna  sást, hvað eldurinn er fljótur að  eyðileggja og engu var bjargað.

Hvernig færi, ef kviknaði í "Hvíta húsinu", ætli. yrði miklu bjargað  af hinum verðmætu skjölum, sem  myndi þýða mikið tjón fyrir Siglfirðinga í heild. Bæjarbúar munu,  ábyggilega fylgjast vel með því,  hvort bæjarstjórnin ætlar sér enn  lengur að gera ekki skyldu sína í  þessu máli, en það er að koma  skrifstofum bæjarins og skjölum  hans á óhultan stað.   <<<<
_______________________

ES.
Þess má geta að i mars árið 1965 brann "Hvíta húsið" og mikið af skjölum glataðist.



Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst