Farið að nálgast

Farið að nálgast Nú er farið að styttast í það að Siglfirðingar fari að sjá sólina skína yfir bæinn. Síðustu tvo til þrjá daga hafa geislar hennar sést á

Fréttir

Farið að nálgast

Sólargeislarnir
Sólargeislarnir
Nú er farið að styttast í það að Siglfirðingar fari að sjá sólina skína yfir bæinn.
Síðustu tvo til þrjá daga hafa geislar hennar sést á efstu fjalltoppum.

Þann 23. janúar mun svo sólin skína inn um svaladyrnar í Bakka (Hvanneyrarbraut 80) og síðan þann 26. á Hvanneyri og síðan 28. janúar mun sólin skína yfir allan bæinn.
Það er auðvitað því háð að Siggi stormur dembi ekki einhverjum ónotaskýjum yfir okkur sem skyggja muni á sólina á nefndum dögum. Hann vill okkur örugglega allt það besta svo við lifum í voninni.

En hvað sem því líður þá er öruggt að sólarpönnukökurnar frá Sjálfsbjörg á Siglufirði mun ekki vanta á miðvikuudaginn 28. janúar, nú sem endranær.

Meðfylgjandi mynd var tekin í gærdag þar sem sólargeislarnir skína á fjallshryggina sitthvoru megin yfir Nesskriðunum.


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst