Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur Ég  hef ákveðið að bjóða mig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna

Fréttir

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur

Arnbjörg Sveinsdóttir
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ég  hef ákveðið að bjóða mig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Fyrir síðustu Alþingiskosningar fór fram fjölmennt prófkjör meðal sjálfstæðismanna í kjördæminu þar sem ég hlaut örugga kosningu í annað sætið. Þar fór fram kosning um efsta sætið í kjördæminu sem Kristján Þór Júlíusson sigraði. Ég tel ástæðulaust að endurtaka slíka kosningu nú og tek því þessa ákvörðun.

Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður



Ferilupplýsingar:

Arnbjörg var fyrst kjörin á Alþingi árið 1995 og átti þar sæti til 2003. Kom aftur inn á Alþingi 2004 og hefur átt þar sæti síðan. Við upphaf kjörtímabilsins var Arnbjörg kjörin formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Áður hefur hún átt sæti í fleiri nefndum Alþingis þó lengst af í fjárlaganefnd, félagsmálanefnd (þar sem hún var formaður 1999-2003),  í samgöngunefnd og menntamálanefnd. Þá átti Arnbjörg sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1999-2003 og 2004-2006, sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1995 og 2007 og í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA frá 2007 til dagsins í dag.


Arnbjörg hefur lengi gengt trúnaðarstöðum innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið þingflokksformaður síðan 2005, átt sæti í miðstjórn frá 1995 og í framkvæmdastjórn frá 2005. Auk þess hefur hún verið virk í málefnanefndum flokksins um langt skeið.

Arnbjörg hefur látið sig sérstaklega varða menningarmál, byggðamál, samgöngumál og atvinnumál.

Arnbjörg er fædd 18. febrúar árið 1956 og alin upp á Seyðisfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1976 og stundaði nám við lagadeild Háskóla Íslands 1980-1982. Hún starfaði við fiskvinnslustörf o.fl. á skólaárum, var starfsmaður í afgreiðslu Smyrils og Eimskipa 1975-1979 og kennari við Seyðisfjarðarskóla 1976-1977. Hún starfaði sem fulltrúi í launadeild Ríkisspítalanna 1977-1980. Arnbjörg starfaði við verslunar- og skrifstofustörf 1982-1983, við skrifstofustörf hjá Fiskvinnslunni hf. og Gullbergi hf. 1983-1990 og sem skrifstofu- og fjármálastjóri Fiskiðjunnar Dvergasteins hf. 1990-1995.

Arnbjörg átti sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1986-1998 og var forseti hennar 1994-1996. Hún sat einnig í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og var formaður þeirra frá 1991-1992. Á sama tíma var Arnbjörg formaður Landshlutasamtaka sveitarfélaga. Hún var einnig formaður stjórnskipaðrar nefndar um framhaldsnám á Austurlandi. Arnbjörg sat í skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum 1991-1995 og í stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands 1994-1997. Í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins 1995-1998 og stjórn Íbúðalánasjóðs 1999-2000. Í stjórn FITUR frá 2000-2007. Í stjórn Byggðastofnunar frá 2000-2007, í stjórn Rariks frá 2003-2004, í stjórn Flugstoða ohf. frá stofnun félagsins árið 2007 og í Þingvallanefnd síðan 2008. Þá situr hún í stjórn Náttúrustofu Austurlands.

Arnbjörg hefur átt sæti í ýmsum stefnumótunarnefndum s.s. byggingarnefnd ME, nefnd um upplýsingatækni í dreifbýli, tvisvar í nefndum um endurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, nefnd um tekjustofna sveitarfélaga, nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins, nefnd um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, endurskoðun vegalaga, endurskoðun á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, nefnd um þjóðgarð norðan Vatnajökuls, formaður nefndar um flutning á hættulegum efnum í gegnum jarðgöng og formaður starfshóps um endurskoðun laga á sviði frístundaveiða.



Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst