Gengið í hús í febrúar
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 04.02.2009 | 00:03 | | Lestrar 420 | Athugasemdir ( )
Nemendur úr 5. bekk Grunnskóla Siglufjarðar munu nú í febrúar ganga í hús í bænum með merkta söfnunarbauka.
Að þessu sinni er verið að safna fyrir rekstri skóla sem ABC hjálparstarf starfrækir víða um heim.
Siglfirsk skólabörn hafa nú tekið þátt í að safna peningum til að byggja skóla fyrir bágstödd börn frá upphafi stofnunar íslensku ABC samtakanna.
Að þessu sinni er þörfin mest á peningum fyrir skólamáltíðum.
Vegna þess að:
Bæjarbúar eru beðnir að taka vel á móti börnunum og láta eitthvað af hendi rakna ef þeir eru aflögufærir.
Á myndinni eru krakkarnir sem fara munu í hús og þau eru, talið frá vinstri:
Aftari röð: Rakel Rut, Díana, Sölvi, Kristinn Freyr, Stefán Haukur, Kristinn Tómas, Arnór, Anton Freyr.
Sitjandi fyrir framan: Elva Ýr, Jódís Ósk, Edda Rún, Salka, María Lillý
Á myndina vantar Vöku, Viktor, Þóreyju Völu og Sverri Sævar.
Að þessu sinni er verið að safna fyrir rekstri skóla sem ABC hjálparstarf starfrækir víða um heim.
Siglfirsk skólabörn hafa nú tekið þátt í að safna peningum til að byggja skóla fyrir bágstödd börn frá upphafi stofnunar íslensku ABC samtakanna.
Að þessu sinni er þörfin mest á peningum fyrir skólamáltíðum.
Vegna þess að:
- Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað mjög mikið.
- Tekjur ABC eru í íslenskum krónum en kaupa þarf dollara til að senda út og reka skólana og nú höfum við ekki nóg til að kaupa mat fyrir börnin.
Bæjarbúar eru beðnir að taka vel á móti börnunum og láta eitthvað af hendi rakna ef þeir eru aflögufærir.
Á myndinni eru krakkarnir sem fara munu í hús og þau eru, talið frá vinstri:
Aftari röð: Rakel Rut, Díana, Sölvi, Kristinn Freyr, Stefán Haukur, Kristinn Tómas, Arnór, Anton Freyr.
Sitjandi fyrir framan: Elva Ýr, Jódís Ósk, Edda Rún, Salka, María Lillý
Á myndina vantar Vöku, Viktor, Þóreyju Völu og Sverri Sævar.
Athugasemdir