Góð ábending til stjórnvalda

Góð ábending til stjórnvalda Samþyggt tillaga á bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar:Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 17. fundur - 16. desember 2008.

Fréttir

Góð ábending til stjórnvalda

Séð yfir  ónotað svæði Síldarvinnslunnar á Siglufirði
Séð yfir ónotað svæði Síldarvinnslunnar á Siglufirði
Samþyggt tillaga á bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar:
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 17. fundur - 16. desember 2008.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 9 atkvæðum.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar skorar á stjórnvöld að skoða vel og kynna allar ákjósanlegar staðsetningar þjónustuhafna fyrir væntanlegar olíurannsóknir og olíuleit.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar bendir á frábærar aðstæður á Siglufirði.  Á Siglufirði eru náttúrulegar og landfræðilegar hafnaraðstæður afar hagstæðar með góðum stækkunarmöguleikum. 

Í Fjallabyggð er þegar sú þjónusta sem þarf til, flugbraut fyrir innanlandsflug og stutt er í alþjóðaflugvöllinn á Akureyri.  Það eitt og sér hlýtur að skipta miklu máli við val á þjónustuhöfnum. 

Bæjarstjórn Fjallabyggðar ítrekar því þá afstöðu sína að ekki verði rasað um ráð fram við ákvörðun sem þessa og hagkvæmur kostur eins og Siglufjörður verði skoðaður vandlega áður en farið er út í dýrar framkvæmdir annars staðar.

Afgreiðsla 17. fundar staðfest á 34. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

Tekið af síðu Fjallabyggðar í gær, strax eftir að fundargerð bææjarstjórnar birtist þar



Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst