Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Frekar rólegt var yfir verkinu við göngin Siglufjarðarmegin í morgun. Aðeins fjórir menn frá Metrostav voru sjáanlegir við vinnu  inni í

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Vinna við veskálann Siglufjarðarmegin
Vinna við veskálann Siglufjarðarmegin
Frekar rólegt var yfir verkinu við göngin Siglufjarðarmegin í morgun. Aðeins fjórir menn frá Metrostav voru sjáanlegir við vinnu  inni í göngunum, þar af þrír þeirra við þvott og lagfæringu á tæki. Meirihluti Háfellsmanna var kominn í langt helgarfrí og aðeins vinna við vegskálann Siglufjarðarmegin.
Stillt og gott veður var í Héðinsfirðinum og 9 °C frost Logn var og heiðskýrt bæði yfir Siglufirði og Héðinsfirði, en aðeins minna frost við gangamunnann Siglufjarðarmegin eða -8 °C

Nokkrar myndir HÉR



Ólafsfjarðarmegin hefur gengið ljómandi vel, en þar eru og hafa þeir verið að bora og sprengja fyrir mjög stóru útskoti og má segja að þar hafi verið sprengt með hliðsjón af útskotinu sem svarar 60-70 metrum frá síðasta fimmtudegi.
Ekkert vatn að angra þá og þokkalega gott bjargið.

Þá munu vera eftir að bora um 4-5 % það er 475-500 metrar þar til komið verður í gegn, “eftir því hver viðmiðunin er”.


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst