Héðinsfjarðargöng
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 12.03.2009 | 11:25 | | Lestrar 636 | Athugasemdir ( )
Frekar rólegt var yfir við Héðinsfjarðargöng í morgun Siglufjarðar og Ólafsfjarðarmegin. Háfellsmenn hafa lítið getað unnið utan við göngin vegna snjókomunnar undanfarið og þess vegna mikill tími þeirra farið í snjómokstur á svæðinu austan og vestan við gangamunnana.
Þó hefur furðuvel miðað við aðstæður, gengið við vegskálann Siglufjarðarmegin þar sem nú er langt komið með síðasta hluta hans. Verið var í morgun þar að vinna við járnbindingu við kragann ofl.
Metrostav menn vinna nú aðeins á daginn frá 08:00-20:00 við að fóðra göngin Héðinsfjarðarmegin, þe. sprauta steypulögun í loft og veggi. Þeir voru að bíða eftir fyrsta steypubílnum frá Bás er sksiglo.is kom þar um klukkan 8 í morgun.
Myndir af mannskapnum, Metrostav og Háfells á vettvangi í morgun eru HÉR
Ólafsfjarðarmegin hefur gengið þokkalega og eru þeir þar komnir í 4787 metrar, 97 metrar frá síðasta fimmtudegi og eftir eru því 257 metrar þar til komið er í gegn. (ca 2 % eftir)
Enginn sérstök vandræði með berg eða vatn í Ólafsfirði núna.
Þó hefur furðuvel miðað við aðstæður, gengið við vegskálann Siglufjarðarmegin þar sem nú er langt komið með síðasta hluta hans. Verið var í morgun þar að vinna við járnbindingu við kragann ofl.
Metrostav menn vinna nú aðeins á daginn frá 08:00-20:00 við að fóðra göngin Héðinsfjarðarmegin, þe. sprauta steypulögun í loft og veggi. Þeir voru að bíða eftir fyrsta steypubílnum frá Bás er sksiglo.is kom þar um klukkan 8 í morgun.
Myndir af mannskapnum, Metrostav og Háfells á vettvangi í morgun eru HÉR
Ólafsfjarðarmegin hefur gengið þokkalega og eru þeir þar komnir í 4787 metrar, 97 metrar frá síðasta fimmtudegi og eftir eru því 257 metrar þar til komið er í gegn. (ca 2 % eftir)
Enginn sérstök vandræði með berg eða vatn í Ólafsfirði núna.
Athugasemdir