Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Frekar rólegt var yfir við Héðinsfjarðargöng í morgun Siglufjarðar og Ólafsfjarðarmegin. Háfellsmenn hafa lítið getað unnið utan við

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Vegskálinn Siglufjarðarmegin
Vegskálinn Siglufjarðarmegin
Frekar rólegt var yfir við Héðinsfjarðargöng í morgun Siglufjarðar og Ólafsfjarðarmegin. Háfellsmenn hafa lítið getað unnið utan við göngin vegna snjókomunnar undanfarið og þess vegna mikill tími þeirra farið í snjómokstur á svæðinu austan og vestan við gangamunnana.

Þó hefur furðuvel miðað við aðstæður, gengið við vegskálann Siglufjarðarmegin þar sem nú er langt komið með síðasta hluta hans. Verið var í morgun þar að vinna við járnbindingu við kragann ofl.

Metrostav menn vinna nú aðeins á daginn frá 08:00-20:00 við að fóðra göngin Héðinsfjarðarmegin, þe. sprauta steypulögun í loft og veggi. Þeir voru að bíða eftir fyrsta steypubílnum frá Bás er sksiglo.is kom þar um klukkan 8 í morgun.


 Myndir af mannskapnum, Metrostav og Háfells á vettvangi í morgun eru HÉR


Ólafsfjarðarmegin hefur gengið þokkalega og eru þeir þar komnir í 4787 metrar, 97 metrar frá síðasta fimmtudegi og eftir eru því 257 metrar þar til komið er í gegn.  (ca 2 % eftir)  

Enginn sérstök vandræði með berg eða vatn í Ólafsfirði núna.




Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst