Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Í morgun um 08:00 við vaktaskipti var búið að sprengja 1741 metra, eða 20 metra frá því að starfsmenn Metrostav komu úr jólafríi fyrir

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Í morgun um 08:00 við vaktaskipti var búið að sprengja 1741 metra, eða 20 metra frá því að starfsmenn Metrostav komu úr jólafríi fyrir tveim dögum.

Bergið er gott og ekkert vatn, og því gengið vel.

Myndir HÉR

Háfellsmenn voru að búa sig undir að taka við steypu í brúargólfið í brúna í Héðinsfirði og síðan við þrifalag vegna vegskálans við göngin frá Siglufirði, Héðinsfjarðarmegin og ef til vill einnig hluta sökkuls undir vegskálann.



Ólafsfjarðarmegin hefur einnig gengið vel þessa tvo dag eftir áramótin, en þar eru þeir komnir í 4388 metra, eða 25 metra á rúmum tveim dögum.

En þeir sáu fram á tafir í morgun er stór varasöm sprungna kom í ljós, en þar þarf að styrkja umhverfið verulega áður en borun fyrir sprengingar hefjast að nýju.
Lítið vatn er að sjá.


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst