Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Vel gekk inni í Héðinsfjarðar-göngum Siglufjarðarmegin í morgun.

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Vel gekk inni í Héðinsfjarðar-göngum Siglufjarðarmegin í morgun.

Metrostav menn voru að vinna við bergþéttingu og bergstyrkingu inni í um miðjum göngum. Borað fyrir boltum ofl.

Háfellsmenn voru einnig á fullu við skurðgröft og þjöppun, svo og slétta vegstæðið. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á að leggja ýmsar lagnir í skurðina í næstu viku.

Nokkrar myndir frá í morgun eru HÉR

Ólafsfjarðarmegin gekk einnig vel, og voru Metrostav menn að vinna við stórt útskot og því metrarnir ekki eins margir inn í bergið og á venjulegum degi, eða um 20 metrar frá síðasta fimmtudegi, samtals 4505 metrar þeim megin.

Eins og komið hefur fram þá verður ekki borað meira Héðinsfjarðarmegin, en þar eru þeir komnir á svæðið þar sem fer að halla undan og til að forðast hugsanlegt vatnsflæði, sem þyrfti að dæla til baka, þá var ákveðið að hætta á þeim stað, sem raunar var fyrir löngu búið að gera ráð fyrir.

 Taflan hér fyrir ofan gefur nokkuð góða lýsingu á verkþættinum.


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst