Rafmagnslaust á Siglufirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 12.01.2009 | 14:16 | | Lestrar 509 | Athugasemdir ( )
Rafmagnslaust varð í norðurhluta Siglufjarðar í morgun laust fyrir hádegi og fram undir klukkan 14:00.
En við snjómokstur varð það óhapp
að tengikassi sem var á kafi í snjó við gangstéttarbrún varð fyrir tönn moksturstækis og slitnaði við það rafmagnskapall sem orsakaði skammhlaup í kerfinu norðan Hvanneyrarár.
Starfsmenn Rarik brugðust fljótt við og var rafmagn komið á eftir rúma tvo tíma, þrátt fyrir slæma skemmd á búnaðinum.
Myndir sýnir tengikassann stuttu eftir óhappið.
En við snjómokstur varð það óhapp
að tengikassi sem var á kafi í snjó við gangstéttarbrún varð fyrir tönn moksturstækis og slitnaði við það rafmagnskapall sem orsakaði skammhlaup í kerfinu norðan Hvanneyrarár.
Starfsmenn Rarik brugðust fljótt við og var rafmagn komið á eftir rúma tvo tíma, þrátt fyrir slæma skemmd á búnaðinum.
Myndir sýnir tengikassann stuttu eftir óhappið.
Athugasemdir