Reisugildi
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 31.01.2009 | 10:16 | | Lestrar 1079 | Athugasemdir ( )
Þau eru ekki mörg húsin á Íslandi sem eru í fullri smíði eða verða fokheld þessa dagana. Í gær var lokið fyrsta áfanga í byggingu lítils sumar-
og frístundahúss hjá Bergurum, byggingafélaginu Berg á Siglufirði. Fánar dregnir að húni og haldið upp á það með hefðbundnum hætti.
Húsið er smíðað fyrir Guðnýju Róbertsdóttur og er það nokkurskonar tilraunahús þar sem hin gömlu gildi í íslenskri byggingarfleifð eru í heiðri höfð. Fyrimyndin er litlu fiskimannahúsin á Siglufirði um 1900, hin íslenska húsagerð sem mátti víkja fyrir innfluttum arkitektúr 20. aldar.
Húsið er einfaldur skáli um 3x6 m að flatarmáli ásamt framhúsi - eldhús og borðstofa, snyrting og svefnherbergi eða eins og útivistarfólk þarf á að halda sér til hvíldar sumar sem vetur.
Þak verður tyrft og hliðarveggir hlaðnir með grjóti eða torfi.
Þessi húsbygging er sérstakt tilraunaverkefni sem nýtur styrkja úr sjóðunum “Átaki til atvinnusköpunar” og “Atvinnumálasjóði kvenna” - og ætlað til kynningar fyrir almennan markað.
Húsið verður tilbúið í vor og hefur bæjarstjórn Fjallabyggðar gefið grænt ljós á staðsetningu þess í miðbænum í fáein ár.
Á myndinni eru þeir smiðirnir Hallgrímur Vilhelmsson og Skúli Jónsson ásamt Guðnýju verkefnisstjóra og Örlygi Kristfinnssyni hönnuði hússins.
Teikningin sýnir framhlið hússins.
ökgr
og frístundahúss hjá Bergurum, byggingafélaginu Berg á Siglufirði. Fánar dregnir að húni og haldið upp á það með hefðbundnum hætti.
Húsið er smíðað fyrir Guðnýju Róbertsdóttur og er það nokkurskonar tilraunahús þar sem hin gömlu gildi í íslenskri byggingarfleifð eru í heiðri höfð. Fyrimyndin er litlu fiskimannahúsin á Siglufirði um 1900, hin íslenska húsagerð sem mátti víkja fyrir innfluttum arkitektúr 20. aldar.
Húsið er einfaldur skáli um 3x6 m að flatarmáli ásamt framhúsi - eldhús og borðstofa, snyrting og svefnherbergi eða eins og útivistarfólk þarf á að halda sér til hvíldar sumar sem vetur.
Þak verður tyrft og hliðarveggir hlaðnir með grjóti eða torfi.
Þessi húsbygging er sérstakt tilraunaverkefni sem nýtur styrkja úr sjóðunum “Átaki til atvinnusköpunar” og “Atvinnumálasjóði kvenna” - og ætlað til kynningar fyrir almennan markað.
Húsið verður tilbúið í vor og hefur bæjarstjórn Fjallabyggðar gefið grænt ljós á staðsetningu þess í miðbænum í fáein ár.
Á myndinni eru þeir smiðirnir Hallgrímur Vilhelmsson og Skúli Jónsson ásamt Guðnýju verkefnisstjóra og Örlygi Kristfinnssyni hönnuði hússins.
Teikningin sýnir framhlið hússins.
ökgr
Athugasemdir