Sérfræðiaðstoð, og í slipp
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 25.01.2009 | 11:30 | | Lestrar 416 | Athugasemdir ( )
Grænlenski togarinn Regina C – GR-6-310 kom til Siglufjarðar um klukkan 11:00 í morgun. Hingað kom togarinn til að taka um borð tvo sérfræðinga
sem eiga að hlusta aðalvél skipsins til greiningar, en einhver ókennileg hljóð berast frá henni.
En skipið fer héðan til Akureyrar þar sem fyrir löngu hafði verið ákveðið að þar færi skipið í slipp.
Á ferð skipsins héðan til Akureyrar eiga sérfræðingarnir að reyna að átta sig á hvað það er sem veldur hinum ókennilegu hljóðum frá vélinni .
Þetta skip mun vera smíðað eftir nánast sömu teikningum og skip þeirra hjá Ramma hf. báðu um á sínum tíma væri smíðuð, nema þeirra skip áttu að verða nokkuð stærri, er okkur sagt.
Athugasemdir