Slysagildra !
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 15.01.2009 | 00:02 | | Lestrar 203 | Athugasemdir ( )
Ólafsfjarðarvegur er slysagildra vegna tíðra snjóflóða. Lögregluvarðstjórinn á Dalvík
segir að grípa verði til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda en stórt snjóflóð féll á veginn um helgina
Um er ræða um eins kílómetra kafla Dalvíkurmegin á Ólafsfjarðarvegi, en tíð snjóflóð á vegkaflanum síðustu misseri hafa verið bundin við nokkur gil við Sauðanes.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru skráð 35 snjóflóð á þessu svæði frá því í mars árið 2006, sem öll féllu á veginn. Það sem af er vetri eru flóðin orðin á annan tug talsins.
Felix Jósafatsson, lögregluvarðstjóri á Dalvík, segir á vef RÚV að 10-15 snjóflóð falli að jafnaði á vetri og þau séu mörg hver í stærra lagi.
Hann segir lögregluna hafa miklar áhyggjur af öryggi vegfarenda á svæðinu.
Umferð um Ólafsfjarðarveg kemur til að með aukast enn frekar þegar Héðinsfjarðargöng verða tekin í notkun.
Heimild Vikudagar: http://www.vikudagur.is/
Um er ræða um eins kílómetra kafla Dalvíkurmegin á Ólafsfjarðarvegi, en tíð snjóflóð á vegkaflanum síðustu misseri hafa verið bundin við nokkur gil við Sauðanes.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru skráð 35 snjóflóð á þessu svæði frá því í mars árið 2006, sem öll féllu á veginn. Það sem af er vetri eru flóðin orðin á annan tug talsins.
Felix Jósafatsson, lögregluvarðstjóri á Dalvík, segir á vef RÚV að 10-15 snjóflóð falli að jafnaði á vetri og þau séu mörg hver í stærra lagi.
Hann segir lögregluna hafa miklar áhyggjur af öryggi vegfarenda á svæðinu.
Umferð um Ólafsfjarðarveg kemur til að með aukast enn frekar þegar Héðinsfjarðargöng verða tekin í notkun.
Heimild Vikudagar: http://www.vikudagur.is/
Athugasemdir