Snjór á Siglufirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 10.03.2009 | 00:01 | | Lestrar 707 | Athugasemdir ( )
Mikið hefur snjóað síðustu daga, svo mikið að margir telja að jafnmikið að á tíma jafn stuttum tíma hafi ekki komið samsvarandi snjómagn á Siglufirði síðan 1995.
Hvað sem þeim vangaveltum líður, þá er fólk misjafnlega hresst yfir þessu, börnin brosa út að eyrum, skíðaáhugafólk sömuleiðis, en margir bílaeigendur bölva bæði upphátt og í hljóði, þrátt fyrir að bæjarkarlarnir hafi staðið sig vel og venjulega við að ryðja snjó af götum og bílastæðum og liðka fyrir fólki sem kostur er.
Aðrir láta sér fátt um finnast og hafa yfir engu að kvarta, svona eins og gengur.
Nokkrar myndir sem teknar voru í gær, vítt um Siglufjörð eru hér.
Athugasemdir