Snjóþungi á enga samleið með bensínsölu !
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 12.03.2009 | 19:34 | | Lestrar 653 | Athugasemdir ( )
Það hefur ekki farið framhjá mörgum sú snjókoma sem verið hefur á Siglufirði undanfarna daga. Það hafa þó ekki borist fréttir af brestum í þökum húsa af þeim sökum eins og kom stundum fyrir á Siglufirði fyrir áratugum.
En stundum hefur þó þurft að bregða sér upp á þak eins og þessi starfsmaður bensínstöðvar Olís á Sigló í dag, þó frekar til að koma í veg fyrir óþægindi vegna hægfara rennslis þykkrar snjóþekju sem smátt og smátt féll ofan af þakinu.
Þarna er starfsmaðurinn að flýta fyrir snjórennslinu með aðstoð skóflu sinnar, svo snjórinn valdi ekki viðskiptavinum bensínstöðvarinnar skaða.
En stundum hefur þó þurft að bregða sér upp á þak eins og þessi starfsmaður bensínstöðvar Olís á Sigló í dag, þó frekar til að koma í veg fyrir óþægindi vegna hægfara rennslis þykkrar snjóþekju sem smátt og smátt féll ofan af þakinu.
Þarna er starfsmaðurinn að flýta fyrir snjórennslinu með aðstoð skóflu sinnar, svo snjórinn valdi ekki viðskiptavinum bensínstöðvarinnar skaða.
Athugasemdir