Vetrargestir fleiri en áður

Vetrargestir fleiri en áður Um 260 gestir eru skráðir á Síldarminjasafninu tvo fyrstu mánuði ársins og er það mun meira en áður hefur tíðkast á þessum

Fréttir

Vetrargestir fleiri en áður

Bátahúsið í vetrarbúningi - ljósm. Steingrímur Kristinsson
Bátahúsið í vetrarbúningi - ljósm. Steingrímur Kristinsson
Um 260 gestir eru skráðir á Síldarminjasafninu tvo fyrstu mánuði ársins og er það mun meira en áður hefur tíðkast á þessum árstíma. Erlendir gestir voru 35. Þetta eru ekki háar tölur en segja sína sögu.

Allnokkrir ferðamenn hafa vegna “internet-café merkisins” bankað upp á og fengið aðgang að tölvu og er það einnig óvenjulegt. Sennilega hafa fleiri hér á Siglufirði eitthvað svipað að segja en munurinn er kannski sá að á safninu eru gestir taldir og skráðir. Miðað við þessa aðsókn vill forstöðumaður safnsins leyfa sér að vona að þetta viti á gott ferðamannasumar og að landar okkar muni ferðast meira innanlands en áður.


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst