Vetrargestir fleiri en áður
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 03.03.2009 | 12:58 | Síldarminjasafnið | Lestrar 395 | Athugasemdir ( )
Um 260 gestir eru skráðir á Síldarminjasafninu tvo fyrstu mánuði ársins og er það mun meira en áður hefur tíðkast á þessum árstíma. Erlendir gestir voru 35. Þetta eru ekki háar tölur en segja sína sögu.
Allnokkrir ferðamenn hafa vegna “internet-café merkisins” bankað upp á og fengið aðgang að tölvu og er það einnig óvenjulegt. Sennilega hafa fleiri hér á Siglufirði eitthvað svipað að segja en munurinn er kannski sá að á safninu eru gestir taldir og skráðir. Miðað við þessa aðsókn vill forstöðumaður safnsins leyfa sér að vona að þetta viti á gott ferðamannasumar og að landar okkar muni ferðast meira innanlands en áður.
Athugasemdir