Hættustigi aflýst í Fjallabyggð

Hættustigi aflýst í Fjallabyggð  Hættustigi hefur verið aflýst á Siglufirði en þar voru 30 hús rýmd í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Lögreglan er nú að

Fréttir

Hættustigi aflýst í Fjallabyggð

Séð suður Hvanneyrarbraut á Siglufirði í morguun
Séð suður Hvanneyrarbraut á Siglufirði í morguun
 Hættustigi hefur verið aflýst á Siglufirði en þar voru 30 hús rýmd í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Lögreglan er nú að hafa samband við íbúa í húsunum og láta þá vita af því að þeim sé óhætt að snúa heim.  Heimild: Morgunblaðið  

Þessi rýming húsa kom flatt upp á marga, en samkvæmt útreikningum þeirra aðila, veðurtofunnar og fleirum sem að slíku koma, gat hættuástand skapast við þau skilyrði sem á svæðinu voru.

Og betra er að hafa varann á, ekki síst þegar ekki sást úr fjarlægð til fjalla vegna snjókomunnar, hin raunverulegu snjóalög þar uppi, sem eftir allt saman voru ekki eins slæm og reiknað hafði verið með, miðað við það sem sást í fjallið í morgun.

Þessi fréttatilkynning hér fyrirr neða barst okkur um hádegisbilið:



Myndin hér fyrir ofan var tekin í morgun í birtingunni og sést í gegn um hríðarmistrið byggðin á hættusvæðinu margnefnda; efstu húsin þarna á milli “a og b” eru á meðal þeirra sem rýmd voru.

Hættuástandi hefur einnig verið aflýst  á Ólafsfirði. Á hættusvæðinu þar var dvalarheimilið Hornbrekka og voru íbúar   fluttir til í húsinu.

Frétt af síðu Ríkisútvarpsins:

Smelltu á myndina til að stækka letrið

Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst