Hafnarframkvæmdir í Ólafsfirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 06.04.2009 | 20:40 | | Lestrar 327 | Athugasemdir ( )
Á föstudag sl. var undirritaður verksamningur um endurbyggingu sjóvarnargarða og þrengingu innsiglingarinnar að vesturhöfninni í Ólafsfirði. Árni Helgason ehf. mun vinna verkið.
Athugasemd !
Í tilefni af neðangreindri frétt langaði mig til að upplýsa ykkur að Háfell hafði enga kosti aðra en að segja sig frá þessu verki vegna kröfu verkkaupa og Vegagerðarinnar.
Eins og ykkur er væntanlega kunnugt um átti Háfell lægsta tilboð í þetta verk sem var frávikstilboð frá aðaltilboði okkar sem var hinsvegar 3 lægsta tilboðið næst á eftir tilboði Árna Helgasonar.
Þar sem við höfðum gert ákveðnar ráðstafanir til að keyra mestu af kjarnaefni sem þörf var á beint úr Héðinsfjarðargöngum í höfnina gátum við boðið svona lágt. Í kjölfarið setur verkkaupi fram þá kröfu um að við þurfum að framvísa skriflega yfirlýsingu frá Vegagerðinni um að við hefðum heimild til að nýta okkur efni úr göngunum, sem við erum hvort sem er að nýta. Aðrir verktakar á Ólafsfirði og nágrenni hafa til að mynda allan verktíma Héðinsfjarðarganga fengið aðgang að efnishaugum Háfells á endurgjalds. Þegar hinsvegar eftir því var leitað að fá til málamynda skriflega heimild frá Vegagerðinni til þess að framvísa til Siglingastofnunar setti Vegagerðin skilyrði um hvaðan og með hvaða hætti efnistakan færi fram og heimilaði ekki að keyrt yrði beint úr göngunum í höfnina fyrr en þessum skilyrðum yrði fullnægt. Þarna var um að ræða hagkvæmni fyrir Vegagerðina en ekki Háfell.
Þessi krafa gerði það að verkum að útreiknuð hagkvæmnin var fokin út í veður og vind og því ekkert annað að gera en að segja sig tilknúinn frá verkinu. Mig langaði einungis að þetta kæmi fram til að fyrirbyggja misskilning. Við óskum hinsvegar að sjálfsögðu Árna Helgasyni til hamingju og óskum honum góðs gengis við verkefnið.
kveðja
Jóhann Gunnar Stefánsson
Framkvæmdastjóri
Athugasemd !
Í tilefni af neðangreindri frétt langaði mig til að upplýsa ykkur að Háfell hafði enga kosti aðra en að segja sig frá þessu verki vegna kröfu verkkaupa og Vegagerðarinnar.
Eins og ykkur er væntanlega kunnugt um átti Háfell lægsta tilboð í þetta verk sem var frávikstilboð frá aðaltilboði okkar sem var hinsvegar 3 lægsta tilboðið næst á eftir tilboði Árna Helgasonar.
Þar sem við höfðum gert ákveðnar ráðstafanir til að keyra mestu af kjarnaefni sem þörf var á beint úr Héðinsfjarðargöngum í höfnina gátum við boðið svona lágt. Í kjölfarið setur verkkaupi fram þá kröfu um að við þurfum að framvísa skriflega yfirlýsingu frá Vegagerðinni um að við hefðum heimild til að nýta okkur efni úr göngunum, sem við erum hvort sem er að nýta. Aðrir verktakar á Ólafsfirði og nágrenni hafa til að mynda allan verktíma Héðinsfjarðarganga fengið aðgang að efnishaugum Háfells á endurgjalds. Þegar hinsvegar eftir því var leitað að fá til málamynda skriflega heimild frá Vegagerðinni til þess að framvísa til Siglingastofnunar setti Vegagerðin skilyrði um hvaðan og með hvaða hætti efnistakan færi fram og heimilaði ekki að keyrt yrði beint úr göngunum í höfnina fyrr en þessum skilyrðum yrði fullnægt. Þarna var um að ræða hagkvæmni fyrir Vegagerðina en ekki Háfell.
Þessi krafa gerði það að verkum að útreiknuð hagkvæmnin var fokin út í veður og vind og því ekkert annað að gera en að segja sig tilknúinn frá verkinu. Mig langaði einungis að þetta kæmi fram til að fyrirbyggja misskilning. Við óskum hinsvegar að sjálfsögðu Árna Helgasyni til hamingju og óskum honum góðs gengis við verkefnið.
kveðja
Jóhann Gunnar Stefánsson
Framkvæmdastjóri
Athugasemdir