Héðinsfjarðargöng
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 19.02.2009 | 10:47 | | Lestrar 485 | Athugasemdir ( )
Unnið var af Háfellsmönnum við Vegskálana báðum megin ganganna Siglufjarðarmegin í morgun er sksiglo heimsótti göngin Siglugjarðarmegin. Verið var að undirbúa uppsetningu næst síðustu færslunnar við vegskálann vestanverðu og að austanverðum göngunum var verið að ganga frá vegna undirstöðu fyrir uppsetningu vegskálamóta.
Þá voru Háfellsmenn einnig að vinna við ýmis verk inni í göngunum, eins og að jafna gólf ganganna og fleira. Metrostav menn voru að vinna við að steypuhúða loft og veggi þar inni.
Nokkrar myndir frá í morgun eru HÉR
Ólafsfjarðarmegin hafa þeir átt í balsi, bæði vegna vatnsaga í byrjun vikunnar, svo og bilun rafmagnsbúnaðar og fleira.
Þar hafa þeir samt náð 45 metrum frá síðasta fimmtudegi eða samtals 4580 metrum.
Þá voru Háfellsmenn einnig að vinna við ýmis verk inni í göngunum, eins og að jafna gólf ganganna og fleira. Metrostav menn voru að vinna við að steypuhúða loft og veggi þar inni.
Nokkrar myndir frá í morgun eru HÉR
Ólafsfjarðarmegin hafa þeir átt í balsi, bæði vegna vatnsaga í byrjun vikunnar, svo og bilun rafmagnsbúnaðar og fleira.
Þar hafa þeir samt náð 45 metrum frá síðasta fimmtudegi eða samtals 4580 metrum.
Athugasemdir