Héðinsfjarðargöng
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 19.03.2009 | 11:41 | | Lestrar 595 | Athugasemdir ( )
Mikið líf var við vinnu bæði inni í Héðinsfjarðargöngunum og utan við bæði Siglufjarðarmegin og Héðinsfjarðarmegin. Háfells menn hafa staðið í snjómokstri og ýmis vinnutæki og svæði hafa verið hreinsuð af snjó, járnabekkir sem að mestu höfðu horfið undir snjó, eru nú komnir í vinnuhæft ástand.
Verið er að hreinsa snjó frá svæði vegskála vestan til í Héðinsfirði, mikill jarðvegsflutningur vegna vegskála austantil í Héðinsfirði og inni í
göngunum báðum megin eru Háfellsmenn og Metrostav menn við hin ýmsu verkefni.
Myndir teknar í morgun eru HÉR
Mjög vel hefur gengið Ólafsfjarðarmegin og þar unnið af sama krafti af Metrostav mönnum sem Háfellsmönnum. Alls eru Metrostav menn komnir í4842 metra, það er 64 frá síðasta fimmtudegi og eftir eru 193 metrar, nákvæmlega samkvæmt útreikningum Ivans, Metrostav manni..
Verið er að hreinsa snjó frá svæði vegskála vestan til í Héðinsfirði, mikill jarðvegsflutningur vegna vegskála austantil í Héðinsfirði og inni í
göngunum báðum megin eru Háfellsmenn og Metrostav menn við hin ýmsu verkefni.
Myndir teknar í morgun eru HÉR
Mjög vel hefur gengið Ólafsfjarðarmegin og þar unnið af sama krafti af Metrostav mönnum sem Háfellsmönnum. Alls eru Metrostav menn komnir í4842 metra, það er 64 frá síðasta fimmtudegi og eftir eru 193 metrar, nákvæmlega samkvæmt útreikningum Ivans, Metrostav manni..
Athugasemdir