Héðinsfjarðargöng
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 29.01.2009 | 11:26 | | Lestrar 523 | Athugasemdir ( )
Frekar rólega hefur gengið við borun ganganna Héðinsfjarðarmegin frá síðasta fimmtudegi eða aðeins 42 metrar, samtals 1890 metrar.
Verið var að sementshúða göngin innst inni í botni í morgun um átta leitið. Gert er ráð fyrir að þeir verði komnir á hábunguna seinnipartinn í dag, og geri þá hlé á borun Héðinsfjarðarmegin.
Af því loknu munu Siglufjarðargengið sem enn er þeim megin fara í að ganga frá í göngunum Siglufjarðarmegin, snyrta veggi, loft og gólf og fleira.
Ólafsfjarðargengið sem hér hefur verið síðustu tvær vikurnar mun fara í að taka til tæki og búnað og fara aftur til Ólafsfjarðar og hefja þar borun að nýju, ásamt gamla genginu sem verið hefur í biðstöðu erlendis, og gert er ráð fyrir að borun hefjist aftur Ólafsfjarðamegin nk. sunnudag.
Ástæður þess að hætt er við borun Siglufjarðamegin mun meðal annars vera sú, að losna við að dæla miklu vatnsmagni sem gæti orðið á leið til austurs, en til þess þarf bæði öflugan dælubúnað og raforku, sem vart er til staðar ef öll tæki sem mörg eru knúin raforku geti starfað eðlilega. Því sé betra að láta vatn sem kynni að verða á vegi ganganna hér eftir renna sjálfkrafa til Ólafsfjarðar, með því bora restina frá Ólafsfirði
Háfellsmenn hafa nú lokið við steypa í þriðja síðasta mótið við vegskálann Siglufjarðarmegin, og fóru margir starfsmenn Háfells af því loknu í snemmborið helgarfrí, og eru aðalega Siglfirðingarnir eftir á vettvangi og nokkrir erlendir starfsmenn, meðal annars við að slá undan steypumóti brúarinnar í Héðinsfirði og svo inni í göngunum Siglufjarðarmegin við frágang á ræsum.
Myndir frá í morgun eru HÉR
Verið var að sementshúða göngin innst inni í botni í morgun um átta leitið. Gert er ráð fyrir að þeir verði komnir á hábunguna seinnipartinn í dag, og geri þá hlé á borun Héðinsfjarðarmegin.
Af því loknu munu Siglufjarðargengið sem enn er þeim megin fara í að ganga frá í göngunum Siglufjarðarmegin, snyrta veggi, loft og gólf og fleira.
Ólafsfjarðargengið sem hér hefur verið síðustu tvær vikurnar mun fara í að taka til tæki og búnað og fara aftur til Ólafsfjarðar og hefja þar borun að nýju, ásamt gamla genginu sem verið hefur í biðstöðu erlendis, og gert er ráð fyrir að borun hefjist aftur Ólafsfjarðamegin nk. sunnudag.
Ástæður þess að hætt er við borun Siglufjarðamegin mun meðal annars vera sú, að losna við að dæla miklu vatnsmagni sem gæti orðið á leið til austurs, en til þess þarf bæði öflugan dælubúnað og raforku, sem vart er til staðar ef öll tæki sem mörg eru knúin raforku geti starfað eðlilega. Því sé betra að láta vatn sem kynni að verða á vegi ganganna hér eftir renna sjálfkrafa til Ólafsfjarðar, með því bora restina frá Ólafsfirði
Háfellsmenn hafa nú lokið við steypa í þriðja síðasta mótið við vegskálann Siglufjarðarmegin, og fóru margir starfsmenn Háfells af því loknu í snemmborið helgarfrí, og eru aðalega Siglfirðingarnir eftir á vettvangi og nokkrir erlendir starfsmenn, meðal annars við að slá undan steypumóti brúarinnar í Héðinsfirði og svo inni í göngunum Siglufjarðarmegin við frágang á ræsum.
Myndir frá í morgun eru HÉR
Athugasemdir