Héðinsfjarðargöng
Vel
gekk inni í Héðinsfjarðar-göngum Siglufjarðarmegin í morgun.
Háfellsmenn voru einnig á fullu við skurðgröft og þjöppun, svo og slétta vegstæðið. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á að leggja ýmsar lagnir í skurðina í næstu viku.
Nokkrar
myndir frá í morgun eru HÉR
Ólafsfjarðarmegin gekk einnig vel, og voru Metrostav menn að vinna við stórt útskot og því metrarnir ekki eins margir inn í bergið og á venjulegum degi, eða um 20 metrar frá síðasta fimmtudegi, samtals 4505 metrar þeim megin.
Eins
og komið hefur fram þá verður ekki borað meira Héðinsfjarðarmegin, en þar eru
þeir komnir á svæðið þar sem fer að halla undan og til að forðast hugsanlegt
vatnsflæði, sem þyrfti að dæla til baka, þá var ákveðið að hætta á þeim stað,
sem raunar var fyrir löngu búið að gera ráð fyrir.
Taflan
hér fyrir ofan gefur nokkuð góða lýsingu á verkþættinum.
Athugasemdir