Hvað er þetta „Ruder-Trim“?
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 22.10.2009 | 07:00 | | Lestrar 1130 | Athugasemdir ( )
Síðastliðinn föstudag kom Gulltoppur GK 24 að landi hér á Siglufirði. Skipverjar komu með dularfullan hlut úr álsteypu í land sem þeir höfðu fengið á línuna.
Ekki eru menn sammála um hvort stykkið sé úr Þýsku flugvélinni FW-200 sem var skotin niður við Grímsey 5. ágúst 1943 eða úr skipi.
Hluturinn er greinilega búinn að liggja lengi á hafsbotni og merkingar á honum eru Þýskar og gefa til kynna að þetta sé einhverskonar hlíf af sjálfstýringartæki að sögn Valgeirs á Harbour House Cafe, en hann er með hlutinn í sinni vörslu. Þegar blaðamaður leitaði á netinu eftir orðinu „ruder-trim“ þá var leitarniðurstaðan mynd af flugvél, en „ruder-trim“ er hluti af stýrisbúnaði flugvélarinnar, það því ekki ólíklegt að búnaðurinn sé úr þýsku vélinni, en ekkert skal þó fullyrt í þeim efnum.
Þjóðverjinn Julia Goesch frá smábænum Forst sem er skammt frá Berlín kannaðist ekki við merkingarnar, þær eru vissulega þýskar en á tæknimáli sem hún þekkir ekki. Þeir sem telja sig vita hvaða hlutur þetta er og vilja deila vitneskjunni með lesendum siglo.is geta sent póst á sksiglo@sksiglo.is.
Athugasemdir