Ljóðasetur á Siglufirði – Ákall til Siglfirðinga

Ljóðasetur á Siglufirði – Ákall til Siglfirðinga Í undirbúningi er að setja á fót Ljóðasetur á Siglufirði og er stefnt að opnun þess í júlí í sumar í

Fréttir

Ljóðasetur á Siglufirði – Ákall til Siglfirðinga

Í undirbúningi er að setja á fót Ljóðasetur á Siglufirði og er stefnt að opnun þess í júlí í sumar í húsnæði Videovals að Túngötu 5.


Stofnað hefur verið sérstakt félag til að vinna að framgangi málsins og heitir það Félag um Ljóðasetur Íslands.  Félagið tekur einnig þátt í undirbúningi og framkvæmd ljóðahátíðarinnar Glóðar sem fram fer í september ár hvert á Siglufirði.

Unnið hefur verið að gagnaöflun fyrir setrið undanfarna mánuði og nú vilja forsvarsmenn verkefnisins leita til Siglfirðinga nær og fjær og athuga hvort þeir gætu átt í fórum sínum gripi sem þeir vildu ánafna Ljóðasetrinu.

Áhugi er á öllum munum sem tengjast ljóðlistinni t.d. allra handa ljóðabókum, ævisögum ljóðskálda eða samtalsbókum, hljómplötum, snældum eða geisladiskum með ljóðalestri eða söng, myndum af ljóðskáldum og munum sem tengjast ljóðinu eða ljóðskáldum, einnig hefur setrið þörf fyrir myndaramma af ýmsum stærðum og gerðum ef einhvern vantar að losna við slíkt.

Þeir sem vilja ánafna setrinu einhverju af ofantöldu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við formann félagsins Þórarinn Hannesson í síma 467-1513 eftir kl. 17 á daginn eða senda honum tölvupóst á netfangið hafnargata22@hive.is  Einnig er hægt að koma mununum beint til hans á Hafnargötu 22.

Þeir sem hafa áhuga á að styðja á annan hátt við verkefnið geta gerst meðlimir í stuðningsfélagi Ljóðaseturins – Vinir ljóðsins – og greiða þar árgald kr. 2.500 sem innheimt verður á næstu vikum.  Áhugasamir hafi samband við Þórarinn. 
=======================================
Ábending, til ljóðalsetursins.
Ljóðið hér fyrir neðan er úr blaðinu Fram á Siglufirði, þar sem Hannes Jónasson bóksali yrkir um fyrstu árlegu sólaruppkumuna á Siglufirði, en Hannes var einnig annar af tveimur ritstjórum blaðsins sem gefið var út á árunum 1917-1922.



Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst