Ljóslaus viti á Selvíkurnesnefi
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 11.03.2009 | 00:01 | | Lestrar 529 | Athugasemdir ( )
Nokkrir Siglfirðingar sem heima eiga í norðurbænum á Sigló, svo og þeir sem að leið áttu um norðurbæinn urðu varir við ljósagang austan til í firðinum í gærkveldi upp úr klukkan 22:00.
Við athugun með sjónauka kom í ljós að þarna voru á ferðinni félagar úr björgunarsveitinni Strákar, sem og sást að þeir áttu leið að Selvíkurnefsvita þar sem þeir stoppuðu um stund.
Við nánari eftirgrennslan upplýstist að erindi þeirra félaga á snjóbíl sveitarinnar var að ná í rafgeyma sem vitinn notar til að leiðbeina sjófarendum, en engin ljós voru á vitanum og rafgeymarnir tómir.
Ferðin gekk vel þrátt fyrir mikinn snjó á leiðinni.
Myndin hér var tekin klukkan 22:16, er þeir félagar lögðu af stað til baka
Við athugun með sjónauka kom í ljós að þarna voru á ferðinni félagar úr björgunarsveitinni Strákar, sem og sást að þeir áttu leið að Selvíkurnefsvita þar sem þeir stoppuðu um stund.
Við nánari eftirgrennslan upplýstist að erindi þeirra félaga á snjóbíl sveitarinnar var að ná í rafgeyma sem vitinn notar til að leiðbeina sjófarendum, en engin ljós voru á vitanum og rafgeymarnir tómir.
Ferðin gekk vel þrátt fyrir mikinn snjó á leiðinni.
Myndin hér var tekin klukkan 22:16, er þeir félagar lögðu af stað til baka
Athugasemdir