Réttingaverkstæði Jóa flutt....

Réttingaverkstæði Jóa flutt.... Réttingaverkstæði Jóa var sett á laggirnar í Súðavogi í Kópavogi árið 1993, í 60 fermetra plássi, síðan var verkstæðið

Fréttir

Réttingaverkstæði Jóa flutt....

Réttingaverkstæði Jóa var sett á laggirnar í Súðavogi í Kópavogi árið 1993, í 60 fermetra plássi, síðan var verkstæðið flutt
á Dalveg 16a árið 1998  og  nú 9. janúar síðastliðin var  haldið upp á opnun í stærra húsnæði í sama húsi
við Dalveginn.

Á nýja staðnum hefur fyrirtækið verið hannað inn í húsnæðið frá grunni, og er hugsað út í smæstu smáatriði frá því að tekið er á móti bíl og þar til að honum er skilað fullunnum.

Nú býr fyrirtækið yfir tveimur sprautuklefum frá Omia af fullkomnustu gerð  og tveimur vinnustæðum og eru þetta miklar breytingar á vinnuumhverfi þá ekki síst fyrir starfsmennina.

Flestir íbúar Fjallabyggðar kannast eflaust við nafnið Réttingaverkstæði Jóa, sem hefur verið áberandi á meðal íþróttafólks og vettvangi fótboltans.
En verkstæðið, "Jói" hefur um árabil stutt dyggilega við þá íþrótt og raunar margt fleira, meðal annars síðuna www.sksiglo.is 

“Jói” er sonur hjónanna Jóhanns Rögnvalds og Ernu Rósmundar á Siglufirði.

Myndir frá athöfninni eru HÉR

www.sksiglo.is óskar Jóa og félögum til hamingju með áfangann, og þakkar fyrir stuðning við íbúa Fjallabyggðar.

Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst