Söluturn á Torginu

Söluturn á Torginu Söluturninn á Torginu hefur vakið nokkra athygli og stendur hann þar í tilraunaskyni vegna verkefnis sem Aníta Elefsen er að vinna að

Fréttir

Söluturn á Torginu

Kolbrún Gunnarsdóttir var að selja fallegar prjónavörur
Kolbrún Gunnarsdóttir var að selja fallegar prjónavörur
Söluturninn á Torginu hefur vakið nokkra athygli og stendur hann þar í tilraunaskyni vegna verkefnis sem Aníta Elefsen er að vinna að fyrir Síldarminjasafnið.

Um er að ræða sérstakt markaðsátak vegna ferðamanna á skemmtiferðaskipum. Að verkefninu standa Síldarminjasafn og Fjallabyggð.

Aníta er búin að vera að kynna sér þessi mál og hvað það er sem ferðamenn á skemmtiferðaskipum sækja helst í og eitt af því sem fram kom í athugunum hennar er vilji ferðamanna til þess að sækja útimarkaði og sölubása.

Það er því búið að stilla þessum söluturni upp á Torginu og geta áhugasamir sett sig í samband við Anítu ef þeir hafa hug á að vera með varning til sýnis eða sölu.

Kolbrún Gunnarsdóttir var stödd í söluturninum í dag og var að selja fallegan prjónavarning sem hún hefur sjálf unnið.

Það tilvalið fyrir handverksfólk og aðra sem vilja koma einhverju á framfæri að nýta sér söluturninn.



Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst