Stúdentafélag Siglufjarðar 70 ára
Stúdentafélagið er eitt elsta starfandi stúdentafélag landsins. Það var stofnað 1. desember 1938 og voru 19 konur og karlar stofnfélagar.
Í fyrstu stjórn sátu Jóhann Jóhannsson formaður, Jón Jónsson gjaldkeri og Þuríður Stefánsdóttir ritari. Í 70 ára sögu félagsins var starfsemi þess á tíðum með miklum blóma og um nokkurt skeið stóð það fyrir opnum borgarafundum um mikilvæg samfélagsmál.
Aðalfundur þess verður haldinn í Bátahúsinu laugardaginn 29. nóvember kl 16. Fundarstörf samkvæmt hefð. Hátíðarræða: Fullveldi Íslands 90 ára. Stúdentar hvattir til að mæta.
Núverandi stjórn félagsins skipa: Hinrik Aðalsteinsson formaður, Hanna Björnsdóttir gjaldkeri og Guðný Róbertsdóttir ritari.
Meðfylgjandi mynd teiknaði Hafliði Guðmundsson sem lengi var virkur félagi stúdentafélagsins.
-ök
Athugasemdir