Þjálfað af kappi

Þjálfað af kappi Björgunarsveitin Strákar fengu um helgina leiðbeinanda frá Landsbjörg, til að fara yfir með björgunarsveitarmönnum á Siglufirði ýmislegt

Fréttir

Þjálfað af kappi

"Bjargað í land"
Björgunarsveitin Strákar fengu um helgina leiðbeinanda frá Landsbjörg, til að fara yfir með björgunarsveitarmönnum á Siglufirði ýmislegt varðandi slysavarnir og björgun, rifja upp gömul handbrögð á ýmsum sviðum og læra nýtt.
Hópurinn var við æfingar á Hafnarbryggjunni í gær, þar sem þeir æfðu skot úr línubyssum, björgun með línu og björgunarstól og fleiru.

Þá vilja björgunarsveitarmenn biðja fólk sem orðið hefur vart umferðar við Gistiheimilið Hvanneyri aðfaranótt sunnudags, að láta lögreglu vita.

En einhverjir óþokkar sem þar voru á ferð stálu frá bíl leiðbeinanda björgunarsveitanna, dýrmætum lyftibúnaði sem kallaður er “drullutjakkur” og notaður er við björgun til dæmis úr ökutæki sem oltið hefur á hliðina á vettvangi þar sem venjulegum lyftibúnaði er ekki viðkomið ofl.
Þarna hafa greinilega verið á ferð einhverjir drullusokkar sem stálu búnaðinum







Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst