Vetrarheimsókn

Vetrarheimsókn Hópur 9. bekkinga frá Árskóla á Sauðárkróki, 35 krakkar og þrír kennarrar þeirra, komu í sína árlegu heimsókn til Siglufjarðar í morgun.

Fréttir

Vetrarheimsókn

Sterkar stelpur sanna sig
Sterkar stelpur sanna sig

Hópur 9. bekkinga frá Árskóla á Sauðárkróki, 35 krakkar og þrír kennarrar þeirra, komu í sína árlegu heimsókn til Siglufjarðar í morgun.

Það er Síldarminjasafnið sem teygir skólastarf þeirra 90 km hingað austureftir.     

Í framhaldi af námi í fiskveiðisögu Íslendinga er ferðinni heitið á þetta stærsta sjóminjasafn landsins. Safnstjóri segir þeim frá síldarsögunni og aðstæðum hér á Siglufirði áður fyrr með svolitlum samanburði við Skagafjörð. Horft er síðan á 15 mínútna langa kvikmynd af sveitastörfum og síldarvinnu fyrir 70 árum og síðan vinna nemendur skrifleg verkefni sem eru fólgin í því að velja sér fimm hluti í safninu og finna um þá upplýsingar. Inn í það "fræðilega" eru fléttaðir leikir eins og að lyfta 50 kg. mjölpokalóðum og "hver þorir að smakka?"  (síld í boði og malt-verðlaun veitt hinum hugprúðu!). Hvað sem þeirri síldar-hugprýði líður þá voru krakkarnir afar prúðir og skemmtilegir gestir.

Þessar heimsóknir hafa fallið gestum okkar svo vel í geð að þær eru orðnar sem fastur liður í skólastarfi þeirra.

Á myndinni er krakkarnir að keppa í aflraunum og gáfu stelpurnar drengjunum ekkert eftir.


Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst