Vonarglæta !

Vonarglæta ! /* /*]]>*/ Ef til vill er von Sjö sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa undirritað viljayfirlýsingu við fyrirtækið Greenstone um að

Fréttir

Vonarglæta !

Ef til vill er von
Sjö sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa undirritað viljayfirlýsingu við fyrirtækið Greenstone um að taka frá aðstöðu undir netþjónabú, sem skapað gæti allt að fjörutíu ný störf á hverjum stað.

Fyrsta búið gæti tekið til starfa eftir rúm tvö ár, - svo fremi sem nýr sæstrengur verði kominn milli Íslands og Bandaríkjanna.

Með viljayfirlýsingunni verða lóðir teknar frá undir netþjónabú á Blönduósi, Dalvík, Ólafsfirði, Egilsstöðum, Árnes í Gnúpverjahreppi, Þorlákshöfn og Hafnarfirði.
Þessir staðir eiga það sammerkt að þar er talið auðvelt að nálgast 12-15 megavatta raforku, þar er aðgangur að miklu kælivatni og þar er gott rými fyrir tíu þúsund fermetra byggingu. Greenstone segir að viðskiptavinir bíði í röðum eftir aðstöðu undir netþjónabú.

Forsendan segir Sveinn að sæstrengur verði lagður milli Íslands og Bandaríkjanna, og telur góðar líkur á að það gerist í samvinnu við Farice. Hann segir íslensk orkufyrirtæki einnig jákvæð.

Greenstone er íslenskt einkahlutafélag, stofnað af Íslendingum, en hefur fengið til liðs við sig hollenskt og bandarískt netþjónafyrirtæki. Fyrir viðkomandi sveitarfélög er til mikils að vinna, tuttugu ársverk í hverju búi og önnur tuttugu afleidd störf. Spurður hvað sé raunhæft að þetta byggist upp hratt svarar hann.

Heimild: http://www.visir.is/article/20081105/FRETTIR01/161980458

Frá fyrri umfjöllun: HÉR


Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst