Ferðasaga: Siglfirsk síldarsaga í Smögen og Kungshamn. 25 myndir

Ferðasaga: Siglfirsk síldarsaga í Smögen og Kungshamn. 25 myndir Það sem dró mig í þessa helgarferð var minn ódrepandi áhugi á tenglsum vesturstrandar

Fréttir

Ferðasaga: Siglfirsk síldarsaga í Smögen og Kungshamn. 25 myndir

Máluð mynd á póstkassa í Smögen
Máluð mynd á póstkassa í Smögen

Það sem dró mig í þessa helgarferð var minn ódrepandi áhugi á tenglsum vesturstrandar Svíþjóðar við sögu minnar fögru heimahaga. Og sögur um þessa þriggja mánaða róðra sem sjómenn héðan fóru í og ALLIR....... allir komu þeir til Siglufjarðar og það er einstaklega gaman að vera Siglfirðingur innan um 100 manns á farandssýningu í Kungshamn og svara spurningum um fjörðinn fagra frá fólki sem hefur komið þangað sjálft eða átt ættingja sem hafa sagt frá þessum ævintýraferðum til Íslands. 

Og fara yfir gamlar ljósmyndir frá Sigló er dásamlegt og þær eru til hér í þúsundatali ásamt blaðagreinum um þessar merkilegu síldveiðar Svía á tímabilinu 1905 – 1968. Talið er að um það bil 9.000 sænskir sjómenn hafi tekið þátt í þessum veiðitúrum þar sem aðallega var veitt í reknet á stórum seglskútum.

Síðan er dásamlegt að koma í þessi fallegu sjávarþorp og mikil vakning er í gangi núna um varðveirslu þessarar merkilegu síldarsögu. Sjá má út um allt hvernig auður úr þessum veiðum hefur byggt upp samfélagið. 

Við byrjum þessa sögu með myndum frá eyjunni Smögen sem er fræg fyrir „Smögens brygga“ sem er ca 600 metra löng bryggja (Göngugata) með gömlum verbúðum og magasín húsum sem í dag eru veitingarstaðir, krár, kaffihús og verslanir.

Þetta er heimsfræg bryggja hjá öllu bátafólki áhugafólki.

Ég komst ekki hjá því að hugsa þegar ég stóð á þessari bryggju:
„ Ef við hefðum nú geta varðveitt og haldið við öllum þessum bryggjum og brökkum á Sigló......já en þetta er nú allt á réttri leið í firðinum fagra....guði sé lof. "

Bryggju-göngugata: "Smögens Brygga."

Skemmtilega uppsettar búðir í gömlum verbúðum.

Ís og kaffi við bryggjuna, bátnum lagt við dyrnar.

Besti vinur mannsins nýtur vorsólarinnar á bryggjunni hjá bátnum  Ástu, sem er klassískur vesturstandarbátur. 

Svona upplýsingaskillti eru út um allt, eitthvað sem ég gjarnan vildi sjá meira af á Siglufirði.

Sjálfstæðismenn og konur með kosningarbaráttu við fallega gamla farþega ferju.

Hér er skúta að fara í gegnum "SMUGUNA" sem Smögen eyjan er kölluð eftir, þröngt sund með háum klettum beggja vegna. Á bakvið skútuna má sjá "Vadbock" þar sem net hanga til þurkunar, mest snurpunót.

Upplýsingaskilti um sögu netaþurkunar á þessum stað.

Sigurbjörg Óskarsdóttir vinkona mín sem býr í Lysekil nýtur sólarinnar við verbúð sem er samvaxin klettunum. Sigurbjörg er fædd og uppalin á Seyðisfirði sem er annar frægur síldarfjörður hér í Sverige. Þangað komu Svíanir mikið í lok síldarævintýrisins þegar síldin var mikið fyrir austan land á milli Íslands og Færeyja.

Skemmtilegt kráarnafn við bryggjuna. Já það er auðvellt að sigla í ranga átt með Bakkus sem stýrimann.

Brúinn frá Kungshamn yfir á Smögen eyjuna.

Og nú erum við komin í miðbæinn í Kungshamn, brúin yfir til Smögen í bakgrunninum. Skiltið er gamall trollhleri sýnist mér.

Og nú förum við í Kratahöllina í Kungshamn og bregðum okkur á fanandssýninguna "På väg mot Island" og fræðumst um ferðir Svíana til Siglufjarðar.

Mér árnaðist sá heiður að vera boðið að gerast meðlimur í fjárhaldsfélaginu: Bohusläns Islandsfiskares Ekonomiska Förening og þess vegna var mér boðið að koma á opnun þessara sýningar en félagið styrkir og hefur komið að uppsetningu þessarar sýningu víðsvegar á vesturströnd Svíþjóðar síðustu tvö árin. Félagið hefur einning stryrkt uppsetningu sýningarinnar sem kemur nú í sumar til Siglufjarðar.
Sjá nánar hér :

Síldarminjasafnið fær sænskan styrk

Jan Uddén flytur fyrirlestur við opnun sýningarinnar og fræðir yfir 100 gesti um síldveiðar Svía við Íslandsstrendur. Hann hafði með sér Veiðibjöllu og Álku. En það er nú bara af því að hann er svo mikil fuglaáhugamaður eins og Siggi Prestur o.fl.  Jan er jafnframt safnfræðingur og mikil síldarsögumaður. En hann mun koma á Norrænu strandmenningarhátíðina á Sigló í summar sem einn af þremur starfsmönnum Bohusléns safnsins. 

Tölfræði með tölum yfir síldveiðar Svía við Ísland 1905-1967. Þetta er náttúrulega ekkert magn miðað við það magn sem Svíar keyptu af landsaltraðir síld af Íslendingu. Svíar keyptu í áratugi oftast um og yfir 50 % af öllu sem við söltuðum á Sigló.

Stutt um síld og síldveiðar:

  • Síldartorfur geta orðið risastórar, með nýrri tækni sem var notuð árið 2006 mældist stærðagráða einnar trofu vera fleiri tugir ferkílómetra á stærð. 

  • Það var áætlað að í þessari torfu væru 250 miljónir síldar með samanlagða tyngd uppá 50.000 tonn.

  • Sænskar skútur veiddu síld við ísland frá 1905-1968. Með hléum í báðum heimsstyrjöldunum. Í ár er sem sagt 50 ár frá því að þessum veiðum lauk endanlega.

  • Samanlagt er áætlað að um 1.000 sænskir bátar hafi tekið þátt í þessum veiðum með ca 9.000 sjómönnum.

  • Þegar mest var voru 78 sænskir bátar á veiðum við ísland 1949 og 1953.

  • Mest veiddu þeir sumarið 1953 eða um 8 miljón kíló að verðmæti yfir 5 miljónir sænskara króna. Reikað í dagsverðmæti þá er þetta 73 miljónir sænskar. Ca 7,8 milljarðar ísl. krónur. 

  • Samkvæmt tölfræði frá Íslandi veiddist samanlagt 8,6 miljónir tonn af síld við Íslandsstrendur á tímabilinu 1901-1968.

  • Hlutur Svíþjóðar í þessum veiðum var ca 93.000 tonn eða rétt tæpt 1% af heildaraflanum.

  • íslendingarnir stóðu sjálfir fyrir 78% af heildar veiðum á þessu sama tímabili. Norðmenn komu næstir með ca 18%.

  • Finnar veiddu álíka mikið og Svíar ca 1%.

  • 1968 hrundi stofnin og þá var þessu ævintýri lokið

 Á opnun sýningarinnar mættu þrír Siglfirðingar. Ægir Björnsson sem býr í Smögen, Birgir Eðvarðsson sem býr í Fjällbacka og greinarhöfundur Jón Björgvinsson sem býr í Gautaborg. Allt þekktir síldveiði staðir. Með á myndinni er Jan Uddén safnfræðingur frá Bohuslän Museum.

Þið getið lesið meira um Ægi í annari grein hér á síðunni: 

OKKAR FÓLK: Aegir Björnsson í Smögen 

sem og meira um Birgir Eðvarðsson hér líka: Siglfirðingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka

Jan lenti á spjalli við eiginkonu Birgis Eðvarðssonar
(Anna Margrét Ólafsdóttir frá Reykjavík) þegar hann var að yfirgefa Kratahöllina í Kungshamn með fuglana sína í fanginu. Við fræddum nokkra unga Svía sem voru staddir þarna um að það væri gott að borða Álku sem og annan svartfugl. En veiðibjöllur borðum við ekki, en eggin eru góð á vorin.

Við skulum svo enda þessa sögu með nokkrum myndum og orðum frá Lysekil. 
En hér getið þið lesið meira um þenna fallega bæ og síldar sögu sýninguna " På väg mot Island" :

PÅ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóðum sænskra síldveiðimanna! Lysekil (25 myndir)

Stór og mikil kirkja í Lysekil gnæfir yfir litlum húsum á nöktum klettum. Ögrugglega byggð með auðæfum frá síldarárunum á undanförnum tímabilum þegar síldin óð inní skerjagarðinn við vesturströndina.

 Falleg baðströnd sem heitir Pinnevik í Lysekil.

Frístunda heimili fyrverandi sjóliða er glæsilegt með fallbyssu og tundurdufl í garðinum.

Um kvöldið sá ég þennan "Froskmann" vera að æfa sig að kafa í myrkri í höfninni í Lysekil.

Fallegt sólarlag í skerjagarðinum í Lysekil.

Á heimleiðinni tók ég aðra leið en ég kom frá Lysekil með ferju sem er hluti af þjóðvegakerfinu. Styttir leiðina til Uddevalla. Sjá nánar á vegakortinu hér neðar.

Bestu kveðjur til ykkar allara.
Sjáumst í sumar.

Nonni Björgvins

Texti og þýðin á stuttum staðreyndum um síld úr heftinu "Fisket efter Sill vid Island, birt með leyfi frá Smögens hembyggdsförening:
Jón Ólafur Björgvinsson.

Myndir og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson

Aðrar greinar um Siglufjörð og vesturströnd Svíþjóðar: 

Minningar um síldveiðar við Ísland 1946-48.

SAGAN UM SVANINN! Síldveiðar, landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935

De seglade från Tjörn.......Til SIGLÓ. (50 myndir)

PÅ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóðum sænskra síldveiðimanna! 

Siglfirðingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka

Stórkostleg kvikmynd frá 1954 fundin

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945

SIGLUFJORDUR er nafli alheimsins og SILLENS CLONDYKE (Myndir og myndband)


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst