Hver býr í Rafstöðinni Amma?

Hver býr í Rafstöðinni Amma? Rétt eins og í texta Megasar: "Guð býr í garðslöngunni amma?" Veit engin hvað hann meinar. Það veit heldur engin hver býr

Fréttir

Hver býr í Rafstöðinni Amma?

Rafstöðin við Hvanneyrará
Rafstöðin við Hvanneyrará

Rétt eins og í texta Megasar: "Guð býr í garðslöngunni amma?" Veit engin hvað hann meinar.

Það veit heldur engin hver býr í Rafstöðinni?

Var í afmæliskaffi í norðurbænum á sunnudaginn og var að segja mínu fólki að ég ætlaði að fara upp í "Spennustöð", það býr fólk þar núna.

Faðir minn, gamall rafvirki og RARIK starfsmaður leiðrétti mig strax: "Þetta er ekki Spennustöð, Þetta er Rafstöð eða Ljósastöðinn var þetta kallað líka."

Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að móðga virðulegt Rafstöðvarhús með því að kalla það Spennustöð og hvað þá hátignarlega Ljósastöð. Fannst það bara svo spennandi að það byggi fólk í Spennustöð. Bara svo flott eitthvað! Faðir min stundi við "umm" og ég er svo vitlaus að ég reyndi að bjarga þessu með að segja:

Það var sem sagt búið til bæði rafmagn og ljós þarna ?

JÁ, í bókstaflegri meiningu, svaraði faðir minn, fullur af undrun yfir fáfræði minni og hann efaðist örugglega smástund um hvort ég væri virkilega sonur hans.

Svo dreif ég mig upp í fjall og banka bara uppá þessa RAFSTÖÐ/LJÓSASTÖÐ og að sjálfsögðu var mér boðið inn í kaffi af þessu indælis fólki sem býr þar núna.
Og ég sleppti því alveg að segja: Góðan daginn, allir í STUÐI hér, fannst það eitthvað svo lummulegt af því að þetta var ekki Spennustöð lengur. 


Eigendur Rafstöðvarinnar, frá vinstri: Sveinberg Þór Birgisson leikmyndasmiður, Arnar Steinn Friðbjarnarson listamaður og Alma Ósk Guðjónsdóttir Waldorfkennari og kona Sveinbergs, á myndina vantar Helenu Stefánsdóttur Leikstjóra og konu Arnars, hún þurfti aðeins að skreppa suður.
P.S málverkið í bakgrunninum er áritað: Herbert ´47 (Hebbi málari) það fylgdi með húsinu.

Hvernig datt ykkur í hug að kaupa Rafstöð sem sumarhús?

"Okkur fannst þetta öðruvísi hús og Sigló er spennadi og fallegur staður og við erum líka nægjusöm og höldum þessu bara öllu í einfaldleikandum, hér eru engar rosalegar framkvæmdir á ferðinni. Við erum öll vön við smíðar úr leiklistar og kvikmyndabransanum og þar er þetta oftast gert á einfaldan og látlausan hátt. Þetta hefur gengi vel, fyrir utan að þakið skemmdist í vetur og setti smá strik í reikningin."


Dyrnar inn í vélasal


"Við erum búinn að koma okkur fyrir í suðurenda húsins, þar eru 2 lítil svefnherbergi, klósett og eldhús. Erum að byggja smá í vélasalnum en hann verður að mestu leyti í sínu upprunalegu formi með ljósavél og rörum. Þar eru stórir og bjartir gluggar í austurátt og þetta verður bara fínt alltsaman á endanum. Svolítið kaos núna. Svo ætlum við fljótlega að fara í að laga útlitið að utanverðu, mála og laga glugga og svoleiðis.

Áður en ég fæ að taka nokkrar myndir, ein spurning bara. Einhver tengls við Siglufjörð hjá einhverjum af ykkur? "Nei, eee jú ég á víst frænda hér, segir Arnar." Já og hvað heitir hann?

Arnar Ólafsson, já Addi Óla rafvirki, hann ætti nú að geta sagt þér eitthvað frá þessu húsi, vann hjá Rarik í áratugi. 


Börn Sveinbergs og Ölmu leika sér í kojunni. Lítið, en kósí herbergi.


Vélasalurinn


Hér stóð túrbinan góða sem var tengd við stífluna í Hvanneyrará. (Hér var sem sagt búið til rafmagn)

"Hvað ætli hafi orðið um túrbínuna"?  Spurði Arnar og leit á mig.

Ég var snöggur að svara, ég er 99 % viss um að Örlygur Kristfinnsson hafi "stolið" henni fyrir mörgum herrans árum. Hún er örugglega niðri á Síldarminjasafni.


Þessi ljósavél er alveg guðdómlega falleg, silfurlituð og glansandi. (hér var sem sagt búið til ljós)

Takk fyrir kaffið og spjallið og gangi ykkur vel og vonandi á ég eftir að sjá ykkur taka þátt í menningar og lista lífi Siglufjarðar í framtíðinni.

Hver veit, hver veit!

Myndir og texti:
NB 


Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst