Landað úr Oddverja

Landað úr Oddverja Þegar ég fór bryggjurúntinn síðastliðinn miðvikudag sá ég að verið var að landa úr Oddverja og mikið um að vera hjá þeim Magga Tomm,

Fréttir

Landað úr Oddverja

Þegar ég fór bryggjurúntinn síðastliðinn miðvikudag sá ég að verið var að landa úr Oddverja og mikið um að vera hjá þeim Magga Tomm, Kalla Hersteins og Jóni Hólm.
 
Þeir voru að landa upp úr Oddverja og að sjálfsögðu var skipstjórinn Freyr Gunnlaugsson ekki langt undan.
 
Strákarnir voru yfir sig spenntir þegar ég nálgaðist þá með myndavélina og brostu sínu breiðasta fyrir mig.
 
Loðnan er víst farin að láta sjá sig og Freyr sagði mér að fiskurinn sem kom upp hafi verið bókstaflega kjaft fullur af loðnu.
 
Hér eru svo nokkrar myndir frá strákunum og lönduninni.
 
landaðHér er verið að landa upp úr Oddverja.
 
landaðKalli Hersteins sló aldrei af.
 
landaðJón Hólm sá að sjálfsögðu um lyftarann.
 
landaðMaggi Tomm er alltaf hress og kátur.
 
landaðFreyr Gunnlaugsson skipstjóri á Oddverja.
 

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst