Landað úr Oddverja
sksiglo.is | Almennt | 10.02.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 544 | Athugasemdir ( )
Þegar ég fór bryggjurúntinn síðastliðinn miðvikudag
sá ég að verið var að landa úr Oddverja og mikið um að vera hjá þeim Magga Tomm, Kalla Hersteins og Jóni Hólm.
Þeir voru að landa upp úr Oddverja og að sjálfsögðu var
skipstjórinn Freyr Gunnlaugsson ekki langt undan.
Strákarnir voru yfir sig spenntir þegar ég nálgaðist þá
með myndavélina og brostu sínu breiðasta fyrir mig.
Loðnan er víst farin að láta sjá sig og Freyr sagði mér að
fiskurinn sem kom upp hafi verið bókstaflega kjaft fullur af loðnu.
Hér eru svo nokkrar myndir frá strákunum og lönduninni.





Athugasemdir