TÚRISTINN! Sem vill ekki fara heim.

TÚRISTINN! Sem vill ekki fara heim. Hitti hann fyrst á Hafnartúni 34, ungan glaðlegan mann með heilbrigða lífsýn. Hann lítur út eins og illa klipptur

Fréttir

TÚRISTINN! Sem vill ekki fara heim.

Beda Mörgeli frá Sviss
Beda Mörgeli frá Sviss

Hitti hann fyrst á Hafnartúni 34, ungan glaðlegan mann með heilbrigða lífsýn.
Hann lítur út eins og illa klipptur unglingur frá vestfjörðum, í háskólatreyju með textanum: "Aldrei fór ég suður"

Hann heitir Beda Mörgeli og er 24 ára, lærður eldsmiður og fæddur í Sviss, með Hollendskt blóð í æðunum úr móður ætt.

Segðu okkur aðeins frá sjálfum þér og hvað var það sem dró þig hingað til Siglufjarðar.


Við Vatnsenda í Héðinsfirði á spalli við Hrólf

"Eftir menntaskólan var ég að vinna sem eldsmiður, sérhæfði mig í að smíða gamlar stálskreytingar, hurðalamir og fleira fyrir kirkjur og hallir, það var mjög gaman.
Síðan var ég kallaður í herinn í eitt ár sem var vægast sagt leiðinlegt og þegar ég kláraði herskylduna snemma í fyrra haust sagði ég öllum að ég ætlaði að fara eitthvað langt norður og finna ævintýri. Helst til Íslands."

Er herskylda fyrir alla eða getur maður komist undan?

"Já, fyrir alla, en maður getur fengið að vinna í félagsmálum, en þá lengist tímin í eitt og hálft ár. Svo ef maður er ríkur, getur maður keypt sig lausan með því að borga 10% aukaskatt í 10 ár.

Úff, segi ég, gott að hafa ekki her hér á íslandi, hér getur maður í besta lagi verið tvingaður í Skátahreyfinguna af foreldrum sínum. 

En nóg um það haltu áfram.

"Ég dreif mig svo til Íslands og kom til Sigló í október og féll gjörsamlega fyrir bænum. Ég gisti á Gistiheimilinu Siglunesi og hitti Kristínu Sigurjónsdóttur sem er ráðskona og allt í öllu þar á bæ og ég sagði að mig langaði að prufa að fara á sjó."

"Hún sendi mig á sjó með Reyni Karlssyni og Gabriel syni hans, þetta var svaka túr, 30 tímar með hvíldarstoppi í Grímsey og allt. Meiriháttar túr fyrir utan að veðrið var of gott, hefði verið meiri ævintýri í vondu veðri." 


Mættur í vinnuna, í vinnu fötum merktum Hótel Sunnu

"Það eru allir svo góðir og hjálpsamir við mig, allt virðist eitthvað svo einfalt hér á Íslandi."

"Kristín sendi mig síðan til Sigurjóns þórðar frænda síns á Sauðakrók, hann fór með mig í Stóðréttir í Laufskálarétt með sveitaballi og öllu."

"Eftir það sendi hann mig í sveit hjá starfsfélaga sínum í Húnavatnssýslu, mig langaði svo að sjá seli."

"Ég var þarna í sveitinni fram í desember en þá veiktist móðir mín og ég fór heim till Sviss og var þar til að móðir mín varð betri. Kom síðan aftur í sveitina í mars og var þar til að ég kom hingað aftur."

"Ég hringdi í Kristínu og spurði hvort hún gæti fundið pláss fyrir mig á bát, en það gekk ekki, en hún reddaði mér vinnu við að byggja Hótel Sunnu. Svo nú er ég bara í góðum málum, með herbergi í Kaupfélagshúsinu, í mat á Rauðu og svo laun líka.

"Allveg meiriháttar ævintýri."

Hvað ætlar þú að stoppa lengi?

"Þangað til að þeir henda mér út úr Kaupfélagshúsinu eða svo kemst ég kanski á sjó aftur og verð hér enn lengur."

"Eða svo kenni ég á snjóbretti í Skarðinu í vetur, ég er mikill bretta gaur! hehe"

"Amma mín er 94 ára og hún hringir 1 sinni í viku til að fylgjast með mér, hún hefur mest áhyggjur að því að ég verði ástfangin af fallegri íslenskri stelpu og komi aldrei til baka."

Takk Beda, fyrir gott spjall og vonandi gengur þetta allt upp hjá þér.

P.S: Hrólfur! Geturðu ekki tekið það að þér að klippa þenna unga mann?

Myndir og Texti:
NB


Athugasemdir

22.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst