SKSigló gefur Síldarminjasafninu Ljósmyndasafn Siglufjarðar

SKSigló gefur Síldarminjasafninu Ljósmyndasafn Siglufjarðar Það var með stollti og ánægju sem SKSigló (Siglo.is) afhenti Síldarminjasafni Íslands

Fréttir

SKSigló gefur Síldarminjasafninu Ljósmyndasafn Siglufjarðar

Aníta, Steingrímur og Sigríður
Aníta, Steingrímur og Sigríður

Í dag, á afmælisdegi Siglufjarðarkaupstaðar, afhenti SKSigló (siglo.is) með stolti og ánægju Síldarminjasafni Íslands Ljósmyndasafn Siglufjarðar.

Aníta, safnstjóri Síldarminjasafnsins, tók við safninu frá Steingrími Kristinssyni, Sigríði Maríu Róbertsdóttur og Róberti Guðfinnssyni við notalega athöfn í Síldarminjasafninu.

Mikil og góð viðbót við safnið sagði Aníta sem sagði jafnframt að þetta væri skemmtilegt og viðamikið verkefni sem nú væri farið í að vinna úr. Aníta mun kynna verkefnið betur á opnum fundi Rauðku klukkan 17 í dag.

Róbert bætti við og sagði að safnið væri nú komið í góðar hendur. "Við komum Ljósmyndasafni Siglufjarðar í ákveðinn farveg en þar sem okkar verkefni á Siglufirði hafa vaxið mikið og breyst síðastliðin ár þá væri það okkur sönn ánægja að afhenda safnið þeim sem geta tekið verkefnið áfram til áframhaldandi vinnslu og varðveislu".


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst