Elín orðin 102 ára

Elín orðin 102 ára Elín Jónasdóttir er 102 ára í dag, 16. maí 2010. Hún er fædd á Efri-Kvíhólma undir Eyjafjöllum. Bergrós systir hennar býr í Vík í

Fréttir

Elín orðin 102 ára

Elín Jónsdóttir og maður hennar heitinn Óskar Sveinsson
Elín Jónsdóttir og maður hennar heitinn Óskar Sveinsson
Elín Jónasdóttir er 102 ára í dag, 16. maí 2010. Hún er fædd á Efri-Kvíhólma undir Eyjafjöllum. Bergrós systir hennar býr í Vík í Mýrdal, orðin 97 ára. Hin sex systkinin urðu 81 árs til 96 ára. Móðir þeirra varð 98 ára.

„Ég kom í Siglufjörð 1939 og hef verið hér síðan, gerðist húsmóðir en starfaði líka við síldarsöltun á sumrin, þegar það var í boði,“ sagði Elín í viðtali við Sigurð Ægisson, sem birt var í Morgunblaðinu á aldarafmælinu.

Maður Elínar var Óskar Sveinsson. Börn þeirra eru þrjú, Haukur fæddur 1941, Guðlaug 1942 og Guðfinna 1946.

Nú eru á lífi rúmlega fjörutíu Íslendingar sem eru hundrað ára og eldri. Elín er í tólfta sæti yfir þá elstu. Enginn íbúi Siglufjarðar hefur náð jafn háum aldri og Elín. Halldóra Björnsdóttir í Bakka varð 101 árs en Einar Ásmundsson, Guðmundur Guðmundsson og Vilborg Þorleifsdóttir urðu 100 ára.

JR.

Elín er við furðu góða heilsu og virðist vera jafn hress og fyrir ári er hún vígði viðbyggingu Heilbrigðisstofnunar með því að klippa á borðann með Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra.
Tengill til þess viðburðar er hérna >> 
http://www.sksiglo.is/is/news/enginn_titill_10_10_10_10_10/ 

sksiglo.is og allir Siglfirðingar óska Elínu til hamingju með tímamótin.
 
Myndin hér með fréttinni er tekin af Kristfinni Guðjónssyni, sennilega um 1950 +/-



Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst