SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945 Fyrir algjöra tilviljun fann undirritaður eintak af vikublaðinu VI (Við) á flóamarkaðs síðu á

Fréttir

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945

Myndir úr vikublaðinu VI sumarið 1945
Myndir úr vikublaðinu VI sumarið 1945

Fyrir algjöra tilviljun fann undirritaður eintak af vikublaðinu VI (Við) á flóamarkaðs síðu á netinu.
Þetta vikublað var málgagn Samvinnu hreyfingarinnar í Svíþjóð (Korperativa Förbundet) og var um þetta leyti gefið út í ca. 610.000 eintökum.
Í þessu blaði sem er jólaeintak númer 50 árið 1945 eru þrjár blaðsíður með myndum um síldarsöltun á Siglufirði um sumarið sama ár.
Þetta eru stórkostlega vel gerðar myndir, enda var þetta vikublað þekkt fyrir myndafrétta syrpur víða að úr heiminum.
Undir hverri mynd er stuttur texti sem talar sínu eigin máli og undir fyrirsögninni SÍLDARSTÚLKUR Á SIGLUFIRÐI er þessi stutti texti:

" Á sumrin ferðast stúlkur víðsvegar frá öllu landinu norður á Siglufjörð sem er höfuðborg síldarinnar til að vinna við að verka, salta og pakka hinni frægu Íslandssíld.
Þær eru kallaðar SÍLDARSTÚLKUR og það er eftirsótt og flott stafsheiti sem allar ungar stúlkur vilja fá.
Eingin er of fín til að vinna í síld.  
Þegar bryggjur bæjarins fyllast af síld lokar búðarstúlkan afgreiðsluborðinu sínu og heimavinnandi húsmæður henda frá sér því sem þær hafa fyrir höndum og allir flýta sér í síldarvinnu.

Þegar verið er að landa síld verður mikið um að vera á öllum þessum löngu bryggjum á Siglufirði.

Á Siglufirði búa stúlkurnar í brökkum (ekki ólík þeim brökkum sem hermenn okkar búa í) sem síldarsöltunar fyrirtækin hafa byggt við sína söltunarstöð.
Í flestum af þessum brökkum er mjög snyrtilegt og fínt, því stúlkurnar vilja hafa fínt í kringum sig og slá sér gjarnan saman með öðrum með sama hugafar.
Ljósmyndari VI fór í heimsókn í brakka sem er nefndur eftir eiganda síldarplansins og er hann einfaldlega kallaður brakki Ólafs Ragnarssonar.
Í einu af fimm herbergjum brakkans býr Louise Kettilsdottir (líklega hefur hún heitið Lovísa) en hún er frá Akureyri og vinnur vanalega á saumastofu en hún tekur sér alltaf tveggja mánaða sumarleyfi til að vinna í síldinni.

Lovísa Ketillsdóttir, fallegur fulltrúi fyrir íslensk ungmenni.

Fiskibátur á siglingu undir háum fjöllum á leiðinni inn Siglufjörð til að landa aflanum.

Þrjár stúlkur á leiðinni í vinnuna. Leiðin liggur yfir fjöll af tunnum fullum af saltaðri síld.

Síldarstúlkur á Siglufirði

Morgunstund í brakkanum.

Þegar búið er að hausa og magadraga síldina er hún söltuð og sett í tunnur til útflutnings.

Úr bátnum er síldin háfuð upp á bryggjuna þar sem hún er verkuð af fimum kvennmannshöndum.

Það er enginn skortur á skemmtunum.

Kaffipása í brakkanum

Hér fyrir neðan eru síðan myndir af forsíðu og greininni í heild sinni. Undirritaður mun senda Anitu í Síldarminjasafninu þetta eintak til eignar og þið getið örugglega fengið að skoða þetta betur þar næsta sumar.

Það er ekki tekið fram hver var blaðamaður eða ljósmyndari, en líklega heitir ljósmyndarinn Jöran Forsslund.

Forsíða VI Nr: 50 laugardagur 15 desember 1945

Blaðsíða 10

Blaðsíða 11

Blaðsíða 12

Íslenskur texti og þýðing: Jón Ólafur Björgvinsson
Sænskur texti: VI vikublað Nr: 50, 1945 
Ljósmyndir: Jöran Forsslund


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst